Laugardagur 11. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Hnífamaður handtekinn í Reykjavík – Óður maður hélt vöku fyrir Grafarvogsbúum með öskrum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hnífamaður ógnaði starfsfólki verslunar í miðborg Reykjavíkur í óljósum tilgangi. Lögreglan brá skjótt við og handtók ofbeldismanninn. Hann var fluttur á lögreglustöð og læstur inni í fangaklefa. Hann verður látinn svara til saka með morgninum.

Óður maður var á ferli í Grafarvogi. Hann hélt vöku fyrir fólki með öskrum og olli áhyggjum meðal íbúa sem tilkynntu til lögreglu um athæfi hans. Maður Þegar lögreglan kom á vettvang hafði færst nokkur ró yfir hann og öskrunum hafði linnt. Reyndist hann vera undir áhrifum. Lofaði hann að fara heim til sín að sofa úr sér og lauk þar með afskiptum lögreglunnar og íbúar fengu svefnfrið.

Annar ölvaður einstaklingur var á flækingi í Grafarvogi. Hann reyndist vera í óminnisástandi og var af öryggisástæðum læstur inni í fangaklefa þaðan sem hann sleppur með morgninum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -