Hnífamaður var handtekinn í Reykjavík eftir að kallað var eftir hjálp. Hann hafði ógnað öðrum með vopninu innandyra. Mennirnir höfðu staðið í deilum sem þróuðust út í það að annar þeirra dró upp eggvopn. Lögregla mætti á staðinn og var hnífamaðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Vegfarandi varð vitni að innbroti í verslun í miðbænum. Hann lét lögregluna strax vita og fylgdi þjófinum eftir þegar hann yfirgaf innbrotsstaðinn. Gerandinn komst undan en slapp þó ekki því skömmu síðar hafði lögregla upp á honum í öðru hverfi. Hann var með þýfið meðferðis og var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Þegar lögregla í Mosfellsbæ ætlaði að hafa afskipti af ökumanni reyndi hann að komast undan á bifreið sinni. Eftir stutta eftirför var ökumaður stöðvaður og handtekinn. Hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þrír gistu í fangageymslum lögreglu í nótt.