Miðvikudagur 22. janúar, 2025
0.6 C
Reykjavik

Hnífamaður læstur inni í fangaklefa – Vegfarandi veitti innbrotsþjófi eftirför

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hnífamaður var handtekinn í Reykjavík eftir að kallað var eftir hjálp. Hann hafði ógnað öðrum með vopninu innandyra. Mennirnir höfðu staðið í deilum sem þróuðust út í það að annar þeirra dró upp eggvopn. Lögregla mætti á staðinn og var hnífamaðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Vegfarandi varð vitni að innbroti í verslun í miðbænum. Hann lét lögregluna strax vita og fylgdi þjófinum eftir þegar hann yfirgaf innbrotsstaðinn. Gerandinn komst undan en slapp þó ekki því skömmu síðar hafði lögregla upp á honum í öðru hverfi. Hann var með þýfið meðferðis og var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þegar lögregla í Mosfellsbæ ætlaði að hafa afskipti af ökumanni reyndi hann að komast undan á bifreið sinni. Eftir stutta eftirför var ökumaður stöðvaður og handtekinn. Hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þrír gistu í fangageymslum lögreglu í nótt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -