- Auglýsing -
Nóttin var frekar róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hún var kölluð út vegna slagsmála í miðborginni. Hnífur var handlagður af lögreglu á vettvangi en ástandið hafði róast þegar hana bar að garði.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu. Brotist var tvívegis inn í Vesturbænum og í öðru tilviki voru unnin skemmdarverk. Þá var einnig brotist inn í bíl í miðbænum.
Ekið var á hjólreiðamann sem slapp með minniháttar meiðsl og þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna grunsemda um akstur undir áhrifum fíkniefna.