„Nú er komið að þeim tímapunkti að við fjölskyldan höfum ákveðið að hafa útför fyrir elsku hjartans John Snorra okkar í Vídalínskirkju,“ segir í tilkynningu sem Lína Móey Bjarnadóttir, ekkja hans, birtir á Facebook.
Útförin verður haldin í Vídalínskirkju 22. júní kl.13:00.
Johns Snorra hefur verið saknað á fjallinu K2 síðan föstudaginn 5. febrúar síðastliðinn þegar hann hvarf ásamt tveimur félögum sínum. Hann reyndi þá að verða fyrstur til þess að klífa fjallið að vetrarlagi. Hann hafði klifið K2, sem er talið hættulegasta fjall heims, að sumarlagi. Fjölskylda hans birtir fallega kveðju í andlátstilkynningunni.
„ John Snorri er í huga og hjarta okkar alla daga“.