Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Holdsveiki íslenskra stjórnmála

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hann hefur notað þjóðernishyggju til að afla sér fylgis. „Daðrað“ við útlendingaandúð. Orðið uppvís að kvenhatri og níði um minnihlutahópa. Reynt að hindra framgang frumvarps um þungunarrof sem á að tryggja konum yfirráð yfir eigin líkömum.

Og nú á dögunum gerðist svolítið sem tók allan vafa af því hvers konar flokkur hann er þegar formaðurinn fór fram á við forsætisráðherra að frumvarp um kynrænt sjálfræði, sem er réttarbót fyrir trans- og intersexfólk, yrði tekið af dagskrá þingsins: Að Miðflokkurinn er í raun ekkert annað en öfgafullur hægriflokkur.

Á undanförnum árum höfum við horft upp á uppgang slíkra flokka víða um heim. Flokka sem gera í því að höfða til lægstu hvata kjósenda meðal annars með því að ala á ótta, fáfræði og sundrungu. Hvort sem litið er til landa eins og Frakklands, Austurríkis, Ungverjalands, Hollands, Svíþjóðar, nú, eða auðvitað Bandaríkjanna, sem eru í heljargreipum forseta sem keyrir á herskárri þjóðernishyggju og útlendingahatri og ræðst leynt og ljóst gegn minnihlutahópum, þá má sjá hvar slíkum öflum hefur verið að vaxa ásmegin. Á síðustu árum hafa íslenskir stjórnmálaflokkar almennt séð ekki viljað feta út á þessa braut og þeir fáu flokkar sem það hafa gert hafa náð litlum vinsældum. Eða þar til Miðflokkurinn kom til sögunnar 2017 og fékk sjö fulltrúa kjörna á þing.

„… nú þegar gríman er endanlega fallin blasir við ófögur ásjóna fyrsta öfgahægriflokksins á Alþingi.

Til að byrja með virtist Miðflokkurinn ætla að verða eins og hver annar gamaldags afturhaldsflokkur á þjóðernislegum nótum en með tímanum hefur málfutningur hans orðið ýktari og ýktari og nú þegar gríman er endanlega fallin blasir við ófögur ásjóna fyrsta öfgahægriflokksins á Alþingi. Og það er eins og þingmenn hans uni sér vel í því hlutverki. Þeir hafa ekki sýnt minnstu merki um iðrun eftir Klaustursmálið. Virðast ekki hafa dregið af því nokkurn lærdóm. Þvert á móti er eins og þeir hafi versnað og séu að reyna að marka flokknum sérstöðu með því að stunda popúlistapólitík af verstu og ódýrustu gerð. Eins og þeir vilji svamla í leðjunni. Hvað annað er hægt að segja um flokk með formann sem leggst svo lágt að reyna að víla og díla með mannréttindi trans- og intersexfólks, undirokaðs hóps í samfélaginu til þess eins að tefja þinglok?

Ljósið í myrkrinu er að á meðan Miðflokkurinn gengur sífellt lengra í þeirri ógeðfelldu vegferð sem hann hefur lagt upp í fjarlægist hann sífellt meira hina flokkana. Hann er að verða hornreka á þingi. Einangrað stjórnmálaafl sem aðrir flokkar vilja ekki snerta á. Eins konar holdsveiki í pólitíkinni. Og á meðan svo er þá eru litlar líkur á að hann komist nokkurn tímann í ríkisstjórn. Sem er vel. Því flokkur sem stýrist af jafnskæðri hugmyndafræði og Miðflokkurinn á ekkert erindi í áhrifa- og valdastöðu. Hann er betur geymdur þar sem hann er í dag. Á útjaðri íslenskra stjórnmála.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -