- Auglýsing -
Hringveginum um Holtavörðuheiði var lokað í nótt vegna óveðurs. Lokunin var vegna mikils vatnsaga að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is. Röð umferðaróhappa urðu á heiðinni. Reiknað er með að vegurinn verði opnaður í morgunsárið.
Gert er ráð fyrir að veður gangi niður um miðjan dag.