Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hómer Simpson-jólabindi ein eftirminnilegasta gjöfin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heiðar Austmann útvarpsmaður byrjar aðfangadag á ristuðu brauði með graflaxi. Jólalagið „Happy Christmas War is Over“ með John Lennon og Yoko Ono er í uppáhaldi.

Hvernig verða jólin þín í ár? Jólin mín verða bara frekar hefðbundin eins og önnur ár. Það eru einhver jólaboð, mannamót og spilakvöld plönuð þannig að tilhlökkunin er mikil. Ég verð hjá Björgu systur minni á aðfangadag þar sem nánasta fjölskylda verður, þ.e. systir mín og fjölskylda hennar, mamma mín, yngri dóttir mín Emilía Þórunn og fleira gott fólk úr fjölskyldum okkar. Eva Björk eldri dóttir mín verður erlendis með móður sinni þennan aðfangadaginn.

Átt þú þér einhverjar ómissandi jólahefðir? Heldur betur. Á aðfangadagsmorgun þegar ég vakna hef ég haft þann vana í ríflega 17 ár að fá mér ristað brauð með graflaxi og sósu. Síðar um daginn förum við Þórunn Kristín, mamma mín, og ég að heimsækja fólkið okkar í kirkjugörðunum. Amma Magga og Eymundur afi, Emil afi, Ragnheiður systir, Gunnar besti vinur minn og svo fósturforeldrar hennar mömmu eru meðal þeirra sem við heimsækjum. Við förum með kerti og jólagreni og leggjum á leiðið þeirra og þökkum fyrir að hafa fengið að hafa þau í okkar lífi.  Svo ef tími gefst þá tek ég Lord Of The Rings-maraþon.

Ein jólin fékk ég mynd af Pocanhontas í ramma og Hómer Simpson-jólabindi sem mér fannst æðislegt. Mjög eftirminnilegt.

Hvað er efst á óskalistanum þínum? Að dætur mínar séu hamingjusamar, heilbrigðar og líði vel. Ekki bara á jólunum heldur alltaf. Þær eru mér allt og skiptir hamingja þeirra og vellíðan mig öllu.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Hef fengið svo margar frábærar gjafir. Fyrstu gjafirnar frá stelpunum sem þær bjuggu til á leikskólum sínum eiga alltaf sérstakan stað í mínu hjarta. Gaman að fá fyrstu gjöfina frá þeim. Ætli það séu hins vegar ekki jólagjafirnar frá Gunnari heitnum vini mínum sem eru eftirminnilegastar. Við ákváðum það þegar við vorum yngri að við myndum alltaf gefa eitthvert „djók“ í jólagjöf.  Ekki setja of mikla hugsun í gjafirnar, skilurðu?  Ein jólin fékk ég mynd af Pocanhontas í ramma og Hómer Simpson-jólabindi sem mér fannst æðislegt. Mjög eftirminnilegt.

Besta jólalag allra tíma? Ég myndi segja „Happy Christmas War is Over“ með John Lennon og Yoko Ono.  Það nær mér einhvern veginn alltaf. Finnst það mjög fallegt. Gömlu Jackson 5- og Stevie Wonder-jólalögin eiga líka sérstakan sess í mínu hjarta. Uppáhalds íslenska jólalagið mitt um þessar mundir er hins vegar Það snjóar, með Sigurði Guðmundssyni.

Mynd / Ernir Eyjólfsson

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -