Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Hömluleysi á höfuðborgarsvæðinu: Fylliraftur skemmdi löggubíl og annar veittist að fólki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fylliraftur var handtekinn í miðbænum eftir að hafa skemmt lögreglubifreið. Maðurinn sem var viti sínu fjær af drykkju henti glasi í bifreiðina og hlutust nokkrar skemmdir af. Hann var gripinn og flutur í fangaklefa. Í morgunsárið mun hann þurfa að horfast í augu við atburði næturinnar og gera upp sakir sínar.

Annar einstaklingur í áfengisvanda lét dólgslega við skemmtistað. Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna mannsins sem lét ófriðlega og veittist að gestum og gangandi. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum og hægt verður að ræða við hann, líkt og þann sem skemmdi lögreglubifreiðina.

Hömluleysi einkenndi þessa nótt um fyrstu helgi afléttinga á hömlum.

Þá var nokkuð um líkámsárásir og slagsmál þegar fólk fagnaði afléttingu á hömlum vegna Covid með hömluleysi. Við skemmtistað í miðborginni brutust út slagsmál. Einn einstaklingur handtekinn vegna málsins og er hann læstur inni í fangaklefa

Að vanda var slæðingur af drukknum og dópuðum ökumönnum á ferðinni. Lögreglan var á vaktinni og náði nokkrum þeirra. Þessu óskilt var ekið á ungan reiðhjólamann. Hann slapp með skrekkinn og reyndist óslasaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -