Það sem af er ári 2021 hafa nítján leitað til Neyðarmóttöku vegna hópnauðgunar. Árið 2020 voru þrettán sem leituðu til Neyðarmóttökunnar og árið þar á undan voru það sex.
Hrönn Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Neyðarmóttöku, segir fjölgunina ógnvænlega. Þá segir hún að dæmi séu um að einstaklingar hafi horft upp á svívirðuna án þess að gera nokkuð til að hjálpa fórnarlömbunum.
Í ár hefur 131 leitað til Neyðarmóttökunnar, en allt árið 2020 leituðu þangað 130. Mál sem hafa verið kærð til lögreglu eru 43.
Hrönn segir að oft séu tengsl á milli þolanda og geranda, það sé því ein af ástæðum þess að málin enda ekki á borði lögreglu.
Fjöldi kynferðisbrota þar sem gerandinn var vinur eða kunningi þolanda var 61 í fyrra.
Fréttablaðið fjallaði um málið. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.