Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Hópslagmál við Bláu könnuna á Akureyri – Slösuðum hent í gegnum rúðu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sex einstaklingar eru í varðhaldi lögreglunnar á Akureyri eftir hópslagsmál fyrir utan Bláu könnuna í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi. Einn þeirra var fluttur á sjúkrahús en lögregla verst fregna af málinu.

Morgunblaðið greinir frá. Að sögn sjón­ar­vott­ar hóf­ust slags­mál­in inn­an­dyra og þróuðust með þeim hætti að stokkið var á hinn slasaða svo hann lenti á rúðu staðar­ins með þeim af­leiðing­um að hún brotnaði og hlaut hann al­var­leg meiðsl á hand­legg. Mikið blóð var á vett­vangi og ástandið ískyggi­legt að sögn vitn­is­ins.

„Hann fer í gegn­um rúðuna og tek­ur í sund­ur efri vöðva á hand­legg og blóðið spýt­ist út um allt. Mér fannst lög­regl­an vera ansi lengi á staðinn, það var búið að hringja á lög­regl­una en hún kom ekki fyrr en tíu mín­út­um síðar,“ seg­ir sjón­ar­vott­ur­.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -