Lögregla þurfti í gærkvöldi að visa karlmanni út af veitingastað sökum ölvunarástands. Síðar um kvöldið sinnti lögreglu öðru slíku útkalli en hafði sá aðili látið illa og verið með læti á veitingastaðnum.
Starfsfólk búsetuúrræðis þurfti á aðstoð að halda í gær þegar skjólstæðingur þeirra hafði reynst þeim afar erfiður viðureignar. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvað átti sér stað en lögregla mætti að sjálfsögðu á svæðið. Nokkrir menn tóku upp á því að slást á veitingastað seint í gærkvöldi. Einhverjir hlutu minnihátta áverka en ekki liggur fyrir hvort kært verði í málinu. Þá var brotist inn í fyrirtæki og raftækjum stolið en auk þess sinnti lögregla umferðareftirliti.