Hér er það helsta úr dagbók lögreglu – klukkan 17:00 – 05:00.
Þegar þetta er ritað gista Þrír aðilar í fangaklefa. Alls eru 80 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
Tilkynnt um æstan aðila á hóteli í hverfi 108. Aðilinn hafði verið með ógnandi tilburði gagnvart starfsmönnum. Lögregla sinnti og vísaði manninum út án vandræða.
Fimm ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og áfengis. Ökumenn færðir á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Tilkynnt um hópslagsmál við skemmtistað í miðborginni. Einn aðili handtekinn og færður á lögreglustöð. Aðilinn laus eftir samtal.
Tilkynnt um aðila sem hafði haft í hótunum við dyraverði eftir að hafa verið meinað inngöngu að skemmtistað í miðborginni. Ekki vitað hvernig málið leystist.
Tilkynnt um slagsmál milli tveggja aðila í miðborginni. Einn aðili handtekinn og var hann vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt um innbrot í húsnæði í hverfi 221. Málið í rannsókn.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í hverfi 210. Ökumaður færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Fimm ökumenn kærðir fyrir hin ýmsu umferðalagabrot og mega eiga von á sekt.
Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 200. Lögregla sinnti og var málið afgreitt á vettvangi.
Tilkynnt um rásandi aksturslag bifreiðar í hverfi 201. Lögregla hafði uppi á bifreiðinni og reyndist ökumaðurinn vera áttavilltur ferðamaður.
Tilkynnt um innbrot í verslun í hverfi 109. Málið í rannsókn.
Tilkynnt um árekstur milli tveggja bifreiða í hverfi 110. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar hafði yfirgefið vettvang en var handtekinn stuttu síðar grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og að aka án gildra ökuréttinda. Ökumaðurinn færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 270. Einn ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa.