Óvissa ríkir nú í Háteigsskóla þar sem nemendur í fjórða, fimmta og sjötta bekk hafa greinst smitaðir af Covid. Nemendurnir eru óbólusettir.
Þá er áætlað að um fjörutíu nemendur og kennarar séu í sóttkví eða einangrun.
Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að foreldrar hafi greinst smitaðir og þá hafi fjölskyldan verið skimuð.
„Þetta byrjaði að sýna sig vegna þess að það voru foreldrar að veikjast af Covid og þá fóru heimilin í skimun. Þá kom í ljós að eitt barn var með mótefni og enginn hafði vitað af því að það hefði fengið Covid.“
Þá segir Arndís börnin smitast hratt eins og nú hefur gerst. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir að skólar geti glímt við smit sem erfitt sé að ráða við.
Fréttablaðið fjallaði um málið og má lesa í heild hér.