Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Hópur kvenna af meðferðarheimilinu Laugalandi krefst rannsóknar: „Hjálp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tugur kvenna sem dvaldi á meðferðarheimilinu Laugalandi hefur tekið höndum saman og vilja að farið verði ofan í saumana á starfsemi heimlisins. Þær lýsa erfiðri og sársaukafullri dvöl og telja að frásögnum þeirra hafi verið sópað undir teppi af hálfu barnaverndaryfirvalda.

Meðferðarheimilinu Laugalandi í Eyjafirði hefur verið lokað eftir að félagið sem rak það sagði upp samningi við Barnarverndarstofu. Starfsemi verður ekki boðin út aftur og því var heimilinu lokað. Á Laugalandi var einkarekið meðferðarheimili fyrir stúlkur sem starfrækt er samkvæmt rekstrarsamningi við ríkið, undir eftirliti og yfirstjórn Barnaverndarstofu.

Harpa Dögg Sævarsdóttir, ein kvennanna, heldur til fundar með Ásmundi Daða Einarssyni, barna- og félagsmálaráðherra, þar sem hún krefst rannsóknarnefndar á vegum þingsins þar sem kafað verði ofan í kjölinn á starfsemi heimilisins. Aðrar í hópnum hafa þó ekki verið með í ráðum við skipulagningu þess fundar. „Við erum einfaldlega að biðja um hjálp. Við viljum skila skömminni og fá það viðurkennt hvernig var komið fram við okkur. Fá afsökunarbeiðni og að fólkið þurfi að svara fyrir hvað það gerði. Þá vonumst við til að komið verði á betra eftirliti með svona heimilum og að hlustað verði á skjólstæðinga sem koma fram með marbletti, áverkavottorð og sjúkraskýrslur. Vonandi getum við fengið ríkisstjórnina með okkur í lið,“ segir Harpa Dögg.

Gígja Skúladóttir dvaldi líka á Laugalandi og hún lýsti því í færslu á Facebook hvernig hrollur fór um hana þegar hún sá frétt af lokun meðferðarheimilisins og mynd birtist af staðnum. „Frá 14 til 16 ára aldri eyddi ég verstu árum lífs míns á stað þar sem andlegt og líkamlegt ofbeldi fékk að viðgangast. Undanfarið hef ég verið að rifja þennan tíma sem ég var algjörlega búin að loka á, koma ,,útur úr skápnum” með þessa reynslu sem hefur fylgt mikil skömm,“ segir Gígja og heldur áfram:

„Eftir stendur sú sannfæring mín að Barnaverndarstofa brást okkur stelpunum algjörlega. Þrátt fyrir tilkynningar um ofbeldi, áverkavottorð og krafa frá umboðsmanni barna að rannsaka heimilið varði Bragi Guðbrandsson forstöðumanninn opinberlega, það var ekkert að og ásakanir um ofbeldi ættu ekki við rök að styðast (að hans mati). Málinu var sópað undir teppið og er þar ennþá.“

- Auglýsing -
Harpa Særós

Harpa Særós Magnúsdóttir dvaldi líka á Laugalandi. „Ég átti ekki von á öðru en þetta væri góður staður. Aldrei grunaði mig það sem var í vændum. Að mig myndi langa að jörðu gleypti mig. Ég var kominn í helvíti. Ég var bara barn,“ segir Harpa Særós Magnúsdóttir.

Mannlíf er með frásagnir kvenna, sem allar lýsa ofbeldi í sinn garð á meðferðarheimilinu Laugalandi. Á næstunni mun Mannlíf fjalla meira um meint ofbeldi í garð kvennanna ásamt því að leita skýringa og svara við ásökununum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -