Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hópur tölvuhakkara hótar Pútín: „Þinn tími er að renna út – Við fyrirgefum ekki – Við gleymum ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samtökin Anonymous, sem er hópur hakkara út um allan heim tilkynntu í síðustu viku að hafa brotist inn í seðlabanka Rússlands. Samtökin segjast hafa komist yfir 35.000 „trúnaðarskjöl (e. secret documents)“ og hyggjast gera trúnaðarskjölin opinber á næstu dögum.

Í lok febrúar á þessu ári sendu hakkararnir frá sér myndband þar sem þeir höfðu í hótunum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta eftir innrás þeirra í Úkraínu.

„Bráðum muntu finna fyrir reiði hakkara heimsins, við erum allstaðar, inn í herberginu þínu og fylgjumst með öllu sem þú gerir,“ sagði Anonymous í myndbandi á Twitter.

Trufluðu dagskrá rússneskrar ríkissjónvarpsstöðvar

Hópurinn segist hafa staðið við allar hótanirnar. Í viðtali við BBC í síðustu viku sögðu hakkararnir sem tengjast Anonymous hafa brotist inn á rússneskar ríkissjónvarpsstöðvar og gert stutta truflun á dagskránni til að sýna myndband af úkraínskum byggingum sem höfðu verið sprengdar af rússneska hernum.

Rússnesk stjórnvöld fylgjast vel með fjölmiðlum í landinu. Fyrr í mánuðinum samþykkti Pútín lög sem gerir fréttaflutning sem gengur gegn opinberri afstöðu rússneskra stjórnvalda til stríðsins í Úkraínu ólögmætan.

- Auglýsing -

Ríki heims hafa beitt refsiaðgerðum gegn Rússland og útilokað Rússa frá alþjóðaviðskiptum og alþjóðlega bankakerfinu. Þá hafa Anonymous gripið til óhefðbundinna aðgerða gegn landinu.

Hópurinn hefur hótað alþjóðafyrirtækjum sem enn starfa í Rússlandi eftir innrásina í Úkraínu og sent frá sér skilaboð: „Þinn tími er að renna út. Við fyrirgefum ekki. Við gleymum ekki.“ Og fyrr í þessum mánuði buðu meðlimir sem tengjast hópnum rússneskum hermönnum $ 52.000 í Bitcoin ef þeir myndu yfirgefa skriðdreka sína á vígvellinum.

Vefsíða sem auðveldar textaskilaboð í rússnesk símanúmer

Eftir því sem stríðið í Úkraínu dregst á langinn stigmagnast baráttan samhliða á netinu. Hópur pólskra tölvuþrjóta sem kallar sig Squad 303 (nefndur eftir pólskri orrustusveit frá síðari heimsstyrjöldinni) gerðu vefsíðu sem hefur gert fólki kleift að senda textaskilaboð í rússnesk símanúmer af handahófi til að segja þeim hvað er gerast í Úkraínu. Hópurinn telur að um 20 milljónir SMS og WhatsApp skilaboða hafi verið send í gegnum þjónustuna, að sögn BBC.

- Auglýsing -

Ríkisstjórn Úkraínu er einnig sögð vilja styrkja baráttu sína á netinu. Samkvæmt tísti frá Mykhailo Fedorov, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir hann mjög mikilvægt að vernda netinnviði Úkraínu og hefja gagnárásir.

Mykhailo Fedorov, varaforsætisráðherra Úkraínu

„Við erum að búa til upplýsingatækniher og leitum eftir hæfileikafólki“ sagði Fedorov.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -