Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Hörð viðbrögð við umfjöllun um Samherja – „Íslenskt arðrán á fátæku fólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi um Samherja, þar sem staðhæft er að stjórnmálamönnum og embættismönnum hafi verið greiddar hundruð milljóna króna í mútur til að fá úthlutaða fiskveiðikvóta við Namibíu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu og um fátt var meira rætt í gærkvöldi manna á milli og á samfélagsmiðlum.

 

Fjöldi einstaklinga tjáði sig um málið á Facebook í gær:

„Hver eru næstu skref þjóðar sem í kvöld fékk innsýn í starfsemi og starfshætti stórfyrirtækis sem hagnast hefur ævintýralega á sjávarauðlind íslensku þjóðarinnar?,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

„Þvílíkt hugmyndaflug eða hvaðan í ósköpunum ætli Þorsteinn Már hafi eiginlega fengið þessa hugmynd að kvótakerfi geti framkallað ofsagróða og til að það geti gengið smurt þurfi að væta gogga valdhafa?,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður á Vísi.

„BEHAVING LIKE THE LOWEST OF THE LOW. Íslenskt arðrán á fátæku fólki,“ segir Viðar Eggertsson leikhússtjóri.

„Samherji fær ekki nægilegan afslátt af íslenskum auðlindum, þeir virðast þurfa að arðræna almenning í Namibíu og Angóla og flytja gróðan í skattaskjól. Hversu brenglaðir eru hvatarnir í kerfi sem skilar til samfélagsins svona botnlausri græðgi og svívirðilegri vanvirðingu og skeytingarleysi fyrir mannslífum?,“ segir Halldóra Mogensen þingmaður Pírata.

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson slær á létta strengi: „Namibískir dagar á Dalvík hljómar ekki alveg eins þjált og Fiskidagurinn mikli.“

Gunnar Smári Egilsson leggur til að skattrannsóknarstjóri fari í yfirvinnu: „Þar sem mútur eru ekki frádráttarbærar frá skatti væri klókt af skattrannsóknarstjóra að taka bókhald og öll gögn Samherja í nótt. Þangað má örugglega sækja hundruð milljóna í ríkissjóðs, bara af þeim málum sem Kveikur/Stundin eru að fjalla um. Svo má senda málið til saksóknara, en ekki er hægt að greiða stórar mútur út úr fyrirtækjum án þess að falsa bókhald.“

Drífa Snædal formaður ASÍ segir um umfjöllun Kveiks: „Myndin sem Kveikur og Stundin teikna upp er af heimsvaldasinnuðum, gráðugum arðræningjum sem einskis svífast. Körlum sem þykjast samfélagslega ábyrgir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afríku. Körlum sem komu í kjölfar vel heppnaðar þróunarsamvinnu og ryksuguðu upp auðlindir í eigin þágu, höguðu sér eins og svívirðilegustu nýlenduherrar. Þróunarsamvinnunni var hætt vegna hrunsins sem varð einmitt vegna svona hegðunar. Ógeðslegt!“

- Auglýsing -

„Ég var að horfa á Kveik sem ásamt Stundinni afhjúpuðu spillingu og mútugreiðslur eins stærsta útgerðarfyrirtækis Íslands, Samherja. Engin stjórnmálamanneskja sem vill láta taka sig alvarlega er að hugsa um neitt annað í dag en hvernig verði brugðist við þessu. Á næstu dögum munum við sjá skýrar línur í íslenskum stjórnmálum og hvernig pólitíkin skiptist á Íslandi milli þeirra sem ætla að verja og líða svona aðferðir og þeirra sem standa fyrir það að svona líðist ekki,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn.

Blaðamönnum hrósað

Nokkrir hrósuðu fréttamönnum og blaðamönnum:

„Ég er alveg dösuð eftir allt upplýsingaflæðið. Blaðamennirnir sem stóðu að þessu eru meistarar og hafi einhver efast um gildi góðra blaðamanna, þá ætti sá efi að farinn núna.
En mikið væri gott að búa í landi þar sem það væri hægt að treysta því að það yrðu afleiðingar eftir svona risa uppljóstrun. Ætli það sé séns á því?,“ skrifar Heiða B. Heiðars.

„Kveikur kvöldsins er enn ein staðfesting þess hversu mikilvægt er að við eigum sjálfstætt Ríkisútvarp. Og engin furða þó að voldug öfl í landinu vilji það feigt,“ segir Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi.

Fréttirnar voru síðan snöggar að slá þessu upp í kaldhæðið grín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -