Hörður Torfa bendir á hættu sem fylgt getur sjálfsafgreiðslukerfi matvöruverslana en þar var hann næstum rændur um hábjartan dag á dögunum. Sá sem var á undan honum hafði nefnilega ekki greitt fyrir vörurnar og kassinn bætti þeim köpum inn á strimil Harðar.
Hörður skrifaði eftirfarandi frásögn í færslu á Facebook: „Mig langar til að vekja athygli fólks á nýrri hættu við sjálfsafgreiðslukerfi verslanna. Fyrir nokkru var ég að kaupa örfáar vörur og þurfti að borga fyrir þær með nýju greiðslutækninni. Skannaði mínar fáu vörur og setti í bakpokann brá kortinu yfir skannan, tók kvittunina og fór yfir hana á meðan ég gekk út.”
Herði fannst verðið á vörunum vera ískyggilega hátt og sá að hann hafði borgað fyrir ýmislegt sem hann hafði ekki verslað.
„Ég gekk inn aftur og ræddi við þægilega unga stúlku sem fór yfir stöðuna með mér og endurgreiddi mér kr. 5.211. Hún sagði mér að þetta kæmi stundum fyrir, að fólk skannaði inn vörur en gengi síðan út án þess að borga, og þannig lenti kostnaðurinn á þeim næsta. Eins gott að mér lá ekki mikið á og tók með mér kvittunina,” varar Hörður Torfa neytendur við.