Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

„Horfði á húsið okkar brennt til grunna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur vinnur hægt og bítandi að nýrri skáldsögu, spennusögu, en segir að tími sinn fari hins vegar að mestu leyti í vinnuna á DV þar sem hann starfar sem blaðamaður. Mannlíf fékk Ágúst til að ljóstra upp fimm staðreyndum um sjálfan sig sem eru á fárra vitorði.

1) „Ég er með stórt ör á tungunni. Það er til komið vegna slyss sem ég varð fyrir kornungur, svo ungur að ég man ekki eftir því, en ég mun hafa fallið á stéttina fyrir utan húsið heima. Eðlilega leiði ég nánast aldrei hugann að þessu en örið kemur upp í hugann þegar ég er beðinn um að segja frá fimm staðreyndum um sjálfan mig.“

2) „Ég keyri ekki bíl. Bróðir minn skikkaði mig í ökunám þegar ég var 18 ára. Eftir marga tíma féll ég á fyrsta verklega prófinu vegna þess að ég fór yfir á rauðu beygjuljósi. Í annað sinn féll ég af því ég gerði allt vitlaust. Í þriðja sinn náði ég prófinu. Hins vegar endurnýjaði ég aldrei skírteinið vegna slóðaskapar og áhugaleysis.“

3) „Á afmæli sama dag og Geirfinnur hvarf, 19. nóvember. Skuggalegur dagur. Kvöldið sem hann hvarf var afmælisveisla heima.“

4) „Í æsku bjó ég í húsi sem heitir Eiði og var staðsett þar sem Eiðistorg er núna. Tæplega 18 ára flutti ég upp á Skólavörðustíg. En ég gerði mér ferð vestur eftir og horfði á húsið okkar brennt til grunna, til að rýma fyrir nýbyggingum.“

5) „Er nokkuð sleipur í þýsku þar sem ég bjó í Þýskalandi tvo vetur eftir stúdentspróf og tók síðan að rifja upp kunnáttuna og halda henni við á seinni árum. Get hins vegar ekki bjargað mér á dönsku. Ef ég reyni kemur bara þýska út úr mér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -