Glúmur Baldvinsson er glöggur maður og skeleggur; skrifar vel og hefur þetta fram að færa:
„Heimsveldi rísa og falla. Það er einsog gengur. Bandaríkin hafa drottnað frá því breska heimsveldið hrundi endanlega í seinna stríði og líklega fyrr. En við horfum nú í fyrsta sinn í beinni á hrun heimsveldis sem kallast Bandaríkin.“
Bætir þessu við:
„Tveir kandídatar og annar siðblindur apaheili og hinn gott sem dauður. Það er vitaskuld rannsóknarefni að land allsnægtanna hafi ekki uppá neitt betra að bjóða. Af því tilefni þarf Evrópa að hugsa sinn gang og þótt fyrr hefði verið.“
Glúmur segir að „Evrópa getur ekki lengur treyst á hernaðarmátt USA. Hún átti fyrir löngu að vigvæðast undir stjórn Þýskalands og Frakka með sérstökum samningi við Breta. En nú er það orðið of seint.“
Hann telur öruggt hver verði forseti í hinu fallna heimsveldi og hvað muni gerast í kjölfarið:
„Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og þar með er NATO búið og litla Ísland fucked án varnarsamnings. Og þar með getur Pútín valsað um Evrópu að vild. Og þá er voðinn vís og Evrópa búin. Það er líklega of seint en Evrópa verður að vígbúast eigi síðar en núna. You want peace? Prepare for war.“