Eins og Mannlíf hefur greint frá er mikil óánægja með frelsissviptinguna á meðal þolenda.
Fimm kærur hafa borist en þar er um að ræða 12 þolendur. Þrjár kærur voru teknar fyrir í gær. Ómar segir að málið fari til Landsréttar ef þau falli stjórnvöldum í hag.
„Ef viðkomandi aðilar eru lausir úr sóttkví þá hafa þeir ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu í Landsrétti,“ segir Ómar.
Sóttvarnalæknir hefur lagt fram kröfugerð þar sem kemur fram það mat hans að aðgerðin sé hófstillt og gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að hefta útbreiðslu COVID-19. Þá brjóti frelsissvipting fólksins ekki í bága við stjórnarskrá.
Á sóttkvíarhótelinu í Reykjavík dvelja nú um 300 manns. Nokkrir hafa strokið úr sóttkvínni.