Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Hörkudeilur um Stálskipaauð fyrir dómi – Barnabörn látins sonar Þorsteins og Írisar fengu minni arf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harðar deilur hafa staðið vegna dánarbús hjóna sem auðguðust á útgerð Stálskipa í Hafnarfirði. Þorsteinn Sigurðsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir létust með nokkurra ára millibili. Þorsteinn dó árið 2017 en Íris árið 2020. Hún sat þá í óskiptu búi. Við lát hennar kom á daginn að börn þeirra hjóna höfðu fengið háar fjárhæðir í fyrirframgreiddan arf. Tvö barna þeirra voru látin áður en til þess kom. Annað þeirra var barnlaust en hitt lét eftir sig tvö börn. Við útgreiðslu á arfinum fengu barnabörnin ekkert. Af þessu spruttu málaferli sem staðið hafa fram á þennan dag.

Strandskip skilaði gulli

Hjónin auðguðust mjög af togaraútgerð sem seinna varð þekkt sem Stálskip og varð milljarða virði. Bræðurnir Þorsteinn og Ágúst Sigurðssynir keyptu upphaflega togarann Boston Wellvale FD 42 sem strandaði við Ísafjarðardjúp 22 desember 1966.

Strand togarans varð til þess að Stálskip urðu til.

Þeir náðu skipinu út af strandstað og hófu útgerð þess eftir að hafa gert við það. Skipið hét Rán HF og varð sannkallaður gullmoli í rekstri. Gert var út á erlenda markaði. Fyrirtækið blómstraði og varð ein öflugasta frystitogaraútgerð landsins. Það var síðar selt og eigum þess skipt upp á milli fjölskyldna bræðranna. Hjónin Ágúst og Guðrún Lárusdóttir héldu áfram í rekstri og stofnuðu fasteignafélag.

Börnin fengu milljarð

Þegar Íris lést kom í daginn að eftirlifandi börn hennar höfðu fengið arf upp á milljarð króna greiddan fyrirfram en afkomendur látins sonar þeirra fengu ekkert. Dánarbúið var tekið til opinberra skipta í apríl árið 2021. DV fjallaði ítarlega um þetta mál. Systkinin fjögur fengu um 365 milljónir króna hvert í heildina en í hlut föður barnabarnanna tveggja kom aðeins rúmlega 112 milljónir króna. Var það vegna fyrirfram greidds arfs upp á einn milljarð króna á árunum 2016 til 2019. Systkinin fjögur fengu 250 milljónir króna hvert  á þessu tímabili. Dánarbúið sjálft var næstum tómt við fráfall Írisar. Töldu barnabörnin að systkinin fjögur hefðu fengið ofgreitt úr búinu. Hallinn hafi verið tæplega 202 milljónir króna. Barnabörnin, maður og kona gerðu kröfu á dánarbúið sem sótti mál á hendur fjórum barna hennar fyrir hönd barnabarnanna.

Arfur en ekki gjöf

Héraðsdómur féllst á kröfu barnabarna hinna látnu og dæmdi systkinin fjögur til að greiða dánarbúinu 60 milljónir hvert til að rétta hlut barnabarnanna. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem vísaði málinu aftur til undirréttar.  Systkinin fjögur töldu að skilyrði endurgreiðslu hafi ekki verið til staðar í málinu samkvæmt lagaheimildum. Skýrt sé tekið fram að gjörningarnir hafi verið fyrirframgreiddur arfur en ekki gjafir og að foreldrunum hafi verið heimilt að ráðstafa eignum sínum.

Héraðsdómur Reykjaness kvað upp þann dóm 10. júlí að systkinin fjögur hefðu fengið mun meiri verðmæti en börn hins látna bróður þeirra. Endurgreiðsluskylda sé hins vegar ekki til staðar samkvæmt lögum. Hrakandi heilsufar hafi foreldranna ekki verið sönnun fyrir því að gjörningarnir hafi verið gerðir gegn vilja foreldranna.

- Auglýsing -

Var kröfum dánarbúsins fyrir hönd barnabarnanna var því hafnað. Landsréttur staðfesti úrskurðinn þann 4. september og fyrirskipaði dánarbúinu að greiða systkinunum fjórum 150 þúsund krónur hverju í málskostnað. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -