Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Hóstaði viljandi í áttina að astmaveikri konu: „Með ólíkindum hvað fólk er agalaust og tillitslaust“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Maður hóstaði viljandi í áttina að mér,“ skrifar Elsa Soffía Jónsdóttir í færslu á Facebook. Í færslunni lýsir hún atviki sem átti sér stað í verslun Krónunnar í dag.

Elsa, sem er astmaveik, fór í Krónuna fyrr í dag með hanska og andlitsgrímu. Hún segist hafa fundið að fólk horfði á hana með grímuna en að einn maður hafi horft á hana, glott og svo hóstað viljandi í áttina til hennar. Hún segist vera miður sín vegna framkomu mannsins.

„Mæti pari á fertugsaldri, sá glott á manninum og er ég er að mæti parinu hóstar maðurinn í áttina að mér og fer að hlæja og konan brosir. Ég varð miður mín og trúði ekki að þetta hafi gerst og reyndi að halda áfram að versla,“ skrifar Elsa í færslu sína.

Hún segist hafa orðið svo sár og reið og svo tekið ákvörðun um að tala við hjónin.

„Ég varð miður mín og trúði ekki að þetta hafi gerst …“

„Fann hjónin við kassann og spurði manninn hvort hann væri lasinn af því hann hóstaði að mér,“ skrifar Elsa. Hún segir manninn hafa svarað neitandi og sagt þetta hafa verið „smá grín“.

Elsa sagði manninum að hún væri með andlitsgrímu vegna þess að hún er astmaveik og spurði hann hvort að hann gerði sér ekki grein fyrir alvarleika málsins.

- Auglýsing -

„Óvirðingin er algjör! Hvað er fólk að hugsa í þessu ástandi? Eru margir sem vita ekki hvað er í gangi eða hugsa að þessi veira er ekki að fara neitt með sterka mig…? Það er með ólíkindum hvað fólk er agalaust og tillitslaust,“ skrifar Elsa. Í samtali við Mannlíf segist hún vona að þessi skrif hennar veki fólk til umhugsunar um alvarleika kórónaveirunnar.

Hún bætir við að allir þurfi að vanda sig þegar komið er að afgreiðslukössunum í matvöruverslunum. „Til þess að hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð við kassa í matvöruverslunum verður starfsmaður á kassa að passa að byrja ekki að stimpla inn vörur fyrir næsta kúnna fyrr en maður er búinn að setja í poka og koma sér frá með sínar vörur. Annars fær maður næsta mann ofan í sig að byrja að pakka sínum vörum,“ bendir Elsa á.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -