Húðflúrsstofan Black Kross bauð til sín á dögunum nokkrum af helstu röppurum landsins til að taka þátt í áskorun þar sem þau kepptu við starfsfólk stofunnar en takmarkið var að snæða sem flesta kjúklingavængi sem matreiddir höfðu verið með sérlega sterkum sósum.
Kappið var slíkt að einn þáttakenda þurfti að fá far með sjúkrabíl.