Sunnudagur 19. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Hótel Sögu breytt í Menntavísindasvið háskóla Íslands – hótelið á sér langa sögu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þá er undirbúningur hafinn við viðgerðir á Sögu við Hagatorg sem mun m.a. hýsa Menntavísindasvið skólans. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun heimsækja okkur í HÍ í dag og ganga með okkur um þessa glæsilegu byggingu og heyra af metnaðarfullum áformum HÍ og FS um nýtingu byggingarinnar um leið og farið verður yfir það helsta sem er á döfinni í starfi Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands meðal annars í helgarkveðju sinni til starfsfólks.

Eins og fram hefur komið keypti íslenska ríkið og Félagsstofnun stúdenta Hótel Sögu af Bændasamtökunum. En til hefur staðið að hluti húsnæðisins verði nýttur undir starfsemi Háskóla Íslands og að hluta húsnæðisins verði breytt í Stúdentaíbúðir.

Í kveðju rektors til starfsfólks Háskólans í dag segir: „nú eru undirbúningur framkvæmda hafinn á Háskólatorgi en þar varð sem kunnugt er mikið tjón vegna vatns sem streymdi inní fjölda bygginga á háskólasvæðinu. Þá er undirbúningur hafinn við viðgerðir á Sögu við Hagatorg sem mun m.a. hýsa Menntavísindasvið skólans.

Og það er fleira sem víkur að mikilvægum breytingum í starfi skólans og helgast af nýju húsnæði og snarbættri aðstöðu til náms og rannsókna. Með bættu húsnæði getum við eflt það kraumandi samfélag ólíkra fræðigreina sem fæðir gjarnan af sér atvinnuskapandi tækifæri og leiðir til lausna á víðtækum áskorunum. Nýjasta rósin í hnappagat skólans er væntanleg bygging fyrir stóran hluta af starfsemi Heilbrigðisvísindasviðs sem rísa mun innan fárra ára í tengslum við nýjan spítala á Hringbrautarsvæðinu. Fyrr í vikunni var samið við hóp undir forystu verkfræðistofunnar Verkís um fullnaðarhönnun á þessu nýja húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs.“

Eins og fyrr segir á Hótel Saga sér langa sögur en það hefur þótt vera þýðingramikið í borgarsögu Reykjavíkur. Hótelið var í eigu Bændasamtakanna en framkvæmdir hófust við byggingu þess árið 1956. Það var svo tekið í notkun árið 1962. Viðbygging var byggð norðan við húsið og lauk framkvæmdum 1985. Á Hótel Sögu voru 235 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Súlnasalur þeirra stærstur. Skrifstofur Bændasamtakanna voru á þriðju hæð hótelsins og eitingastaðurinn Grillið var þar efst. Einnig var starfrækt í húsinu rakari, barir, hárgreiðslustofa, líkamsræktarsalur, bankaútibú og ráðstefnudeild.

Áhugavert verður að sjá breytingar á þessu sögulega hóteli.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -