Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hræsni biskupsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athygli vakti að Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, notaði jólahugvekju sína til að fjargviðrast yfir því að þöggun væri í gangi varðandi Guð hinna kristnu. „Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna,“ sagði Agnes sem er sjálf þekkt fyrir þöggun í ýmsum málum og er gríðarlega umdeild innan sem utan Þjóðkirkjunnar. Fjöldi fólks hefur snúið baki við Þjóðkirkjunni og leitar huggunar og lífsfyllingar á öðrum vettvangi.

Þjóðkirkjan er að langmestu leyti á framfæri almennings en svör um ýmis mál fást ekki þaðan. Pétur Markan, ritari Agnesar, og sjálfur biskupinn gæta þess vandlega að svara ekki.

Mannlíf hefur ítrekað spurt um mál á borð við það þegar Agnes hafnaði beiðni syrgjenda í Hveragerði um að séra Gunnar Björnsson fengi að jarðsyngja vinkonu sína. Sóknarpresturinn, séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sagði syrgjendum að bannið kæmi beint frá biskupsstofu, en biskupsstofa benti á prestinn. Ninna er almennt talin vera sannsögul. Framganga biskups og prests hefur valdið þolendum harmi.

Skriflegum spurningum Mannlífs til biskupsstofu með vísan til upplýsingalaga um þetta mál og fleiri var einfaldlega ekki svarað og þögnin ein ríkir. Það þykir einkennandi fyrir blessaðan biskupinn  að kvarta síðan undan þöggun. Hræsni, kynni einhver að segja …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -