Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Hrafn hélt að 17. Júní væri til heiðurs sér – „Lifði þessa gullöld lengi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri fagnar í dag 73 ára afmæli sínu, þjóðahátíðardag okkar Íslendinga, 17. Júní. Þegar hann var lítill strákur hélt hann að öll hátíðarhöldin væru honum til heiðurs.

„Á þessari gullöld í lífi mínu hélt ég að þjóðin liti svo á að það væri full ástæða til að grípa til hátíðahalda þegar ég ætti afmæli,“ segir Hrafn í viðtali við vefsíðuna Lifðu núna og heldur áfram: „Ég lifði þessa gullöld misskilningsins talsvert lengi. Það hefur líklega ekki verið fyrr en ég var sex eða sjö ára sem ég sá ljósið. Atvikið líður mér aldrei úr minni, ég man það í smáatriðum.“

Eitt sinn í æsku var Hrafn „með föður mínum spariklæddur í miðbænum þennan örlagaríka dag“ og marseraði út á Austurvöll og fylgdumst með öllum herlegheitunum saman. Þar sá hann móður sína, Herdísi Þorvaldsdóttur stíga út á svalir alþingis íklædd fjallkonubúningnum og fór með kvæði: „Mér fannst þetta allt mjög við hæfi. Ég var mjög sáttur við þennan gjörning.“ Síðan komu vonbrigðin þegar faðir hans tjáði honum að „það er af því að þessi maður á afmæli í dag sem þetta heitir þjóðhátíðardagur,“ og benti á styttuna af Jóni Sigurðssyni.  Hrafn var „dálitla stund að taka þetta inn. Mér gæti hafa hvarflað í hug að einhvern tíma skyldi ég jafna metin. En síðan þetta gerðist hefur afmælið mitt eiginlega aldrei verið eins. Þetta sýnir manni auðvitað hvað heimur æskunnar er stórkostlegur, áður en maður er sviptur öllum blekkingum bernskunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -