Það virðist ekkert lát á sögum sem tengjast Ingólfi Þórarinssyni sem fram að þessu hefur neitað allri sök og kannast ekki við að neinar af sögunum sé birtar hafa verið á
samfélagsmiðlum um hann séu sannar. Það gerði hann meðal annars í viðtali Mannlífs við hann á dögunum.
Hrafnhildur Björnsdóttir talar um mál Ingólfs og gerendameðvirkni í opinni færslu á Facebook síðu sinni og kemur þar meðal annars inn á að það séu litlu stelpurnar sem hann á að hafa áreitt sem séu nú orðnar fullorðnar sterkar ungar konur og það séu þær sem eru að tjá sig. Hún skítur einnig á fullorðna fólkið sem á að hafa vitað af gjörðum Ingólfs í garð ungra stelpna, en ekki get neitt í því annað en að banna hann á skemmtunum.
Andrea: „Ég sný mér við og er þá ekki Reðurguðinn mættur að bjóða sér upp undir pilsið mitt”
„Fyrir þau ykkar sem ekki vissuð þá hefur hann verið á bannlista hjá Samfés, ÍTR og hjá fjölmörgum nemendafélögum og skólum í mörg ár. Því hann kann ekki að haga sér í kringum börn. Því hann gróflega misbauð börnum. Smábörnum. Litlum stelpum. Hann misbauð svo mörgum litlum stelpum að heill hafsjór af fullorðnu fólki bannaði hann. Ekki einn pirraður kennari eða einn uppskrúfaður skólastjóri. Allar þessar stjórnir og allt þetta fullorðna fólk. Raggeiturnar sem þau eru hafa ekki enþá kært hann eða komið fram undir nafni í þessari ringulreið, en litlu stelpurnar troðfullar af þor og kjark gerðu það“.
Sögur um Ingó safnast upp á Reddit – Veðurguðinn bar fyrir sig minnisleysi hjá Sölva
Færslan sem er mun lengri hjá Hrafnhildi endar á þessum orðum „Fari þessi gerendameðvirkni og þetta dragsjúka réttarkerfi í rassgat. Pössum krakkana okkar fyrst og alltaf“.
Hér má sjá færslu Hrafnhildar í fullri lengd.