Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Hrannar er grunaður um skotárásina í nótt – Dæmdur í 5 ára skilorðsbundið fangelsi 15 ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maðurinn sem grunaður er um að hafa sært tvo einstaklinga í skotárás í Grafarholti í nótt er Hrannar Fossberg Viðarsson, en hann hefur áður verið dæmdur fyrir manndrápstilraun. Þá hefur hann einnig verið dæmdur í fangelsi fyrir vopnalagabrot, hótanir, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Hrannar verður 23 ára eftir 10 daga.

Hrannar hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2015 fyrir tilraun til manndráps, en hann hafði þá stungið annan mann fimm sinnum með hnífi með 21 sentimetra löngu blaði, og sérstaklega hættulega líkamsárás með því að stinga annan mann af ráðnum hug í kviðinn. Hrannar var ekki nema 15 ára þegar brotin áttu sér stað og 16 ára þegar dómurinn var kveðinn upp. Refsingin var skilorðsbundinn sökum ungs aldurs hans.

Þegar hann var 19 ára var hann dæmdur í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot, hótanir, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Skilorðsbundni dómurinn sem hann hlaut fyrir hnífaárásirnar, var dæmdur upp en ekki bætt við refsinguna.

Árið 2017 var Hrannar svo handtekinn fyrir að ógna systur sinni með eldhúshnífi á heimili móður þeirra. Sagði móðirin í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum að hún teldi öruggt að hann hefði ráðist á systur sína ef hún hefði ekki gengið á milli þeirra.

Fólkið sem Hrannar er grunaður um að hafa skotið í nótt var flutt á slysadeild til aðhlynningar. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru þau ekki í lífshættu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -