Kona sem starfar sem dagforeldri í Reykjavík gaf móður þau ráð að best væri að slá börn, sem að bíta, þéttingsfast utanundir til að fá þau til að hætta.
Móðirin leitaði eftir aðstoð inni á Facebook hópnum Mæðra tips! Þar sagði hún frá því að barnið hennar sem er á fyrsta ári bíti hana, hvað væri til ráða?
Svar konunnar hefur vakið mikla reiði og þá sérstaklega í ljósi þess að hún starfar við umönnun ungra barna. En eftirfarandi athugasemd skrifaði hún við færsluna:
„Slá hann fast og rækilega þegar hann gerir þetta utanundir. Einu sinni og tvisvar ef hann nær því ekki í fyrsta skiptið þá í næsta skiptið. Annars mun hann bíta önnur börn og allir munu gefast upp á að passa hann. Þetta er spurningin um að kenna barninu og aga það ekki og aldrei ofbeldi heldur AGA.“
Eftir að hafa fengið mikla gagnrýni fyrir ráðleggingar sínar skrifaði konan:
„Mér þykir leitt að hafa ollið allri þessari úlfúð, ég lem ekki börn svo það komi fram en það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá ummælin frá mömmunni sem var með barn sem var að bíta að þegar ég var með syni mína á brjósti hvað skeði þegar þeir bitu mig ÓSJÁLFRÁÐU VIÐBRÖGÐIN, sem ég fékk voru að slá þéttingsfast í kinnina á þeim og þeir bitu aldrei aftur. Ef þið hafið gaman að japla á þessari yfirsjón minni þá megið þið það. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Ég biðst afsökunar á því að hafa gefið svona ógætileg ráð og valdið svona misskilningi og úlfúð“
Ekki hefur verið tekið betur í síðari athugasemd konunnar.
„Bara vá sko.. ég er orðlaus. Verandi með barn á brjósti fæ ég bara sting í magann að hugsa út í þetta. Ef að þetta eitt og sér fær hana til að slá börnin sín hvað gerir hún þá þegar þau gera eitthvað „alvarlegra“ ..“
„Ókei, mín hætti á brjósti tveggja mánaða þannig ég veit ekki hvernig það er að vera bitin í brjóstið en barnið mitt klípur mig viðbjóðslega fast, ósjálfráðu viðbrögðin mín eru EKKI að beita barninu ofbeldi heldur að kippa þann líkamshluta sem hún er að klípa í í burtu!!! Ég á ekki orð hvað ég er reið yfir þessari konu!!!“
„Líka alveg geðveikt grillað eftir á, bara nei nei ég lem aldrei börn ég bara ákvað að ráðleggja öðrum það af því allt í einu mundi ég að fyrir 35 árum síðan sló ég son minn og það virkaði!
Mjög lélegt „safe“.“
„Maður veit ekki orðið hverjum maður getur treyst fyrir börnunum sínum. Þetta er alls ekki í lagi og vonandi missir hún leyfið sitt. Ég hef séð annað dæmi þar sem dagmamma skilur börnin eftir inni ein meðan hún fer út að reykja. Var/er með aðstöðu heima hjá sér í bílskúrnum skilst mér og ég og vinkona mín vorum að þrífa fyrir hana. Þurfti að skjótast inni bíl að ná í eitthvað og hún var mjög vandræðaleg þegar hún sá mig og sagðist vera að „stelast smá til að reykja“ börnin þá eftirlitslaus inni.“
„Omg er orðlaus og vona að þessi kona verði atvinnulaus því ég yrði fljót að láta barnið mitt hætta hjá henni ef ég væri með barn þar. Hún er ekkert annað en ofbeldis manneskja ef þetta er aðferð sem hún notar. Vá hvað ég er reið eftir þennan lestur og gat ekki setið á mér núna.“
„Vonandi verður hún svift dagmömmu réttindum þar sem hún greinilega lemur börnin sem eru hjá henni.“
Ekki náðist í dagmóðurina við vinnslu fréttarinnar.