Áhrifavaldurinn Reynir Bergmann er ekki óvanur því að láta umdeild orð falla, en hann birti myndband á Instagram aðgangi sínum og sagðist þar styðja Sölva Tryggvason fjölmiðlamann.
„Mellur og vændiskonur, fokkið ykkur!“ segir Reynir í myndbandinu. Þetta kemur í kjölfarið á magnandi umræðu um Sölva og fleiri einstaklinga sem eru þjóðþekktir. Gífurlegur fjöldi fólks hefur stigið fram með sínar sögur af kynferðisofbeldi og hafa margir merkt sínar færslur með myllumerkinu #metoo. Konur eru í áberandi meirihluta þeirra sem stíga fram en hafa einnig karlmenn og fólk af öðrum kynjum frá sínum málum. Gerendur í sögunum eru í allflestum tilfellum karlmenni.
Líkt og ber að geta voru skilaboð Reynis harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum, eins og neðangreind ummæli gefa til kynna.
AFHVERJUUUUU fá svona kallar platform???? Þetta er í alvöru svo ógeðslega ljótt pic.twitter.com/FG7WLDiTI5
— Ásdís María 🇮🇸🇮🇸 (@Disamariaa) May 6, 2021
Reynir Bergmann með enn eina skituna. Á erfitt með að skilja hvernig faðir dætra getur talað svona um konur. Fokkaðu þér Reynir Bergmann og áfram mellur og vændiskonur!!
— telma 🪨🥦🌱 (@telmaasgeirs) May 7, 2021
heartbreaking að lesa allar þessar sögur, èg stend með ykkur öllum ❤️ og Reynir Bergmann haltu kjafti plís
— emma (@emmakaren23) May 7, 2021
Fólk eins og Reynir Bergmann er ástæða þess að metoo baráttan stendur í stað. Hvernig er þessi maður ennþá með platform? Hvernig getur fólk tekið manninn alvarlega? Margt sem ég skil ekki
— Viktoría Tea (@viktoriateaa) May 7, 2021
Reynir Bergmann pic.twitter.com/BPEuTspnp9
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) May 6, 2021
Ef að helstu klappstýrurnar þínar eru Simmi Vill og Reynir Bergmann þá ertu að gera eitthvað vitlaust, held það sé nokkuð ljóst
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) May 7, 2021
Enn og aftur kemur Reynir Bergmann fram og sjokkerar en kemur samt engan veginn á óvart🤦♂️
— Björgvin Haukur (@Bhaukur21) May 7, 2021
Það þarf einhver að sauma fyrir munninn á Reynir Bergmann. NOTABENE það er ekki nett að standa með geranda ofbeldis🤠
— Elísabet Krista (@elisabet_krista) May 7, 2021
Þá dró Reynir ummæli sín til baka á Instagram í gær og hlóð í „bullandi afsökunarbeiðni.“ Hann segir:
„Það er búið að skamma mig. Auðvitað er ég ekki team neinn. Eða jú. Ég er hlutlaus þar til sekt er sönnuð. Auðvitað dreg ég þetta til baka.“