Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Hrefna vandar sig þegar hún velur gjafir: „Vill ekki að gjöfin endi rykfallin inn í geymslu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

 

Hrefna Björk Sverrisdóttir, neytandi vikunnar,  er menntaður viðskiptafræðingur. Hún er með ýmsa hatta á lofti en svona stærsti hluti tímans hjá henni fer í að sinna veitingahúsinu ROK og einnig að sinna bókaútgáfu á Viltu finna milljón? Sem kom út í lok nóvember. Hún er gift og á tvö börn, eina sextán ára dóttur og vikugamlan son. Svo eiga þau fimm ára labrador hund sem er næstum því eins og þriðja barnið 

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Mér finnst lykillinn af því vera skipulag. Það hentar mér langbest. Ef ég er búin að ákveða hvað á að vera í matinn út vikunna og vinna það út frá því sem nú þegar er til á heimilinu þá spara ég mér svakalega mikið í innkaupum. Ég finn það strax að um leið og við dettum úr rútínu og við förum að hoppa út í búð á hverjum degi til að ákveða hvað á að vera í matinn að þá hækka reikningarnir strax auk þess sem matarsóun heimilisins verður miklu meiri. Ég á það líka til að grípa óþarfa með mér í búðinni, sérstaklega ef ég er að versla í lok dags og er byrjuð að vera svöng. Þá finnst mér einnig gott að reyna að hafa að minnsta kosti tvo daga í viku kjöt og fisklausa. Með því getur maður komist upp með að elda mjög ódýrar máltíðir.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

Já ég reyni að gera það. Maðurinn minn á mjög erfitt með að henda heillegum hlutum og hefur það orðið til þess að við höfum verið að gera upp gömul húsgögn sem oft öðlast nýtt líf með breytingu á höldum, smá pússi og nýju lakki eða bæsi. Þá finnst mér loppumarkaðir algjör snilld, bæði til að selja föt sem maður er hættur að nota en ekki síður til að kaupa. Þá erum við fjölskyldan einnig mjög dugleg við að skiptast á bókum.

- Auglýsing -

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Með mat þá reyni ég að kaupa ekki of mikið í búðinni og nýta það sem ég á. Þegar kemur að fatnaði þá reyni ég að kaupa ekki hluti á staðnum nema að ég sé sérstaklega að gera mér ferð til að leita af einhverju ákveðnu. Ef ég bíð í smá tíma þá oftast er oftast ég búin að gleyma því sem ég ætlaði að kaupa í búðinni. Gjöfum reyni ég að dreifa þeim yfir árið og einnig reyni ég að hlusta eftir og nóta hjá mér ef ég heyri að einhverjum langi í eitthvað, vanti eitthvað eða langi til að gera eitthvað og nýti mér það svo þegar kemur að því að gefa. Það er bæði góð tilfinning að vita að maður sé að hitta í mark en einnig að vita að gjöfin endi ekki rykfallin inni í geymslu.

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

- Auglýsing -

Mat og út að borða. Ég elska að borða góðan mat og eitt það sekmmtilegast sem ég geri er að borða með skemmtilegu fólki. Ég á það til í að eyða mjög miklu í mat … sérstaklega þegar ég er erlendis.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já hún gerir það. Mér finnst mikilvægt að reyna að draga úr óþarfa sóun og vera meðvitaður um hvaða áhrif við getum haft með okkar daglegu venjum.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -