Það vakti athygli í gær þegar Hreinn Loftsson hæstréttarlögmaður gaf út yfirlýsingu um að hann væri hættur sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarsonar bráðabirgðaráðherra sem fer með dómsmál næstu 18 mánuði. Skömmu eftir að Hreinn var ráðinn áfram var Brynjar Níelsson, fallinn þingmaður, kallaður til verka sem annar aðstoðarmaður. Bææi skipun Jóns í embætti og ráðningu Brynjars hefur verið mótmælt kröftuglega af þeim sem láta sig réttlæti og jafnréttismál varða.
Bæði Jón og Brynjar eru umtalaðir fyrir að vera forpokaðir í viðkvæmum málaflokkum á borð við kynferðisbrotamál. Þótti því mörgum sem þveir minkar væru komnir í hænsnakofann. Hreinn hefur getið sér gott orð í ráðuneytinu, sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og stutt hana til margra góða verka. Meðal annars hafa spillingarkólfar verið teknir úr viðkvæmum embættum. Hermt er að ástæðan fyrir brotthvarfi Hreins hafi verið sú að honum hafi hreint ekki litist á félagsskapinn og ákveðið að fara strax …