Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Hreinn Loftsson hættir óvænt sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra: „Var of fljótur á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hreinn Loftsson var ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra í byrjun desember á þessu ári, en hefur nú skyndilega og óvænt hætt sem aðstoðarmaður Jóns.

Ásamt Hreini var Brynjar Níelsson ráðinn sem aðstoðarmaður, innanríkisráðherra. Mikil undrun var á meðal fólks vegna þessara ráðninga. Bæði Brynjar og Jón hafi til að mynda verið mótfallnir frumvarpi um þungunarrof og talaði stjórnarandstaðan með þeim hætti að þeim væri ekki treystandi til að fara með svo mikilvægan málaflokk.

Hreinn segir í facebook færslu sinni í kvöld að hann hafi verið of fljótur að á sér að samþykkja starfið.

„Þegar ég tók við starfi sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, fyrir rétt rúmum tveimur árum lét ég þau orð falla að ég liti á það sem mikinn heiður og faglega áskorun að taka að mér þetta verkefni. Árin hafa svo sannarlega verið viðburðarík. Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum.“

Þrýstihópar og aktívistar á vettvangi ofbeldismála hafa gagnrýnt ráðningu Brynjars harðlega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -