Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Hressandi verðmunur á pylsu, kóki og litlum ís með dýfu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkur verðmunur er á pylsu, kóki og litlum ís með dýfu í vegasjoppum landsins. Blaðamaður Mannlífs gerði verðkönnun og uppgötvaði að það getur munað allt að 386 krónum eftir því hvar kræsingarnar eru keyptar – og verðbilið eykst eftir því sem munnarnir eru fleiri.

Þótt sum okkar vilji halda því fram að kjötsúpan sé þjóðarréttur Íslendinga þá er það nú staðreynd að pylsa, kók og ís með dýfu selst grimmt þegar Íslendingar ferðast um landið. Þetta er einfalt og gefur vissa magafylli. En hvað kostar þetta?

Jú, það er misjafnt eftir stöðum hver verðmiðinn er og auðvitað er gott að reikna dæmið til enda, sérstaklega eftir stærð fjölskyldunnar. Blaðamaður brá sér hringinn í kringum landið í gegnum símann og kannaði verðið á pylsu, kóki (0,5 lítra) og litlum ís með dýfu.

Olís virðist hafa vinninginn hvað snertir lægsta verðið á þessu þrennu saman en þar kostar þrennan 934 krónur og á það við um Olís hvar sem er á landinu. Haft var samband við Olís í Varmahlíð, Höfn og á Reyðarfirði. Starfsmaður Olís í

Varmahlíð var svo sniðugur að benda blaðamanni á að meiri matur væri í öðru tilboði sem er hamborgari, franskar, gos og Eitt sett-súkkulaði sem samtals kosta 1.190 kr.

Haft var samband við N1 í Staðarskála og á Hvolsvelli en þar kostar pylsan 445 krónur og kók 325 kr. Lítill ís með dýfu kostar 450 kr. Samtals gera það 1.220 kr. fyrir þrennuna. Starfsmaður N1 á Hvolsvelli benti á að út júnímánuð er 20% afsláttur af ís fyrir handhafa N1 kortsins svo það lækkar ísreikning fjölskyldunnar töluvert.

- Auglýsing -

Í Hamraborg á Ísafirði er tilboð á pylsu og kóki sem kosta saman 599 kr. Ís með dýfu kostar 420 þannig að samtals gera það 1.019 kr.

Pylsuvagninn á Selfossi selur ekki ís en þar kosta pylsa og kók 770 krónur.

Á Akureyri eru bæði Ak-inn og Leirunesti. Verðin eru mjög svipuð á stöðunum tveimur en Leirunesti er 15 krónum ódýrara. Þar kostar þetta þrennt 1.305 krónur en hjá Ak-inn 1.320 krónur. Af þeim stöðum sem haft var samband við var hæsta verðið á pylsum hjá Ak-inn en þar kostar hún 510 krónur. Fyrir vikið er hæsta verðið þar af þeim stöðum sem verðið var kannað hjá.

- Auglýsing -

Það er svo við hæfi að enda rúntinn á höfuðborgarsvæðinu. Aktu taktu er með á tilboði pylsu, gos og Prins Póló á 899 en annars er verðið á pylsu, gosi og ís þar 1.293 krónur.

Munurinn á hæsta og lægsta verði er 386 krónur og munar töluvert um það eftir því sem munnarnir eru fleiri.

Olís um land allt Pylsa, kók og lítill ís með dýfu 934 krónur

Hamraborg á Ísafirði Pylsa, kók og lítill ís með dýfu 1.019 krónur

N1 í Staðarskála og á Hvolsvelli Pylsa, kók og lítill ís með dýfu 1.220 krónur (í júní er 20% afsláttur af ís fyrir handhafa N1-kortsins)

Aktu taktu á höfuðborgarsvæðinu Pylsa, kók og lítill ís með dýfu 1.293 krónur

Leirunesti á Akureyri Pylsa, kók og lítill ís með dýfu 1.305 krónur

Ak-inn á Akureyri Pylsa, kók pg lítill ís með dýfu 1.320 krónur

Pylsuvagninn á Selfossi Ath. selur ekki ís, en pylsa og kók á 770 krónur

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -