- Auglýsing -
Hreyfihamlaður karlmaður á áttræðisaldri fannst látinn í heitum potti í Breiðholtslaug þann 10. desember síðastliðinn.
Hafði maðurinn að öllum líkindum legið meðvitundarlaus í heita pottinum í eitthvað um þrjár mínútur, áður en sundlaugargestur fann manninn.
Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV og kom fram að málið er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu; hafa upptökur úr eftirlitsmyndavélum verið til ítarlegrar skoðunar.