Inn á hópnum Heilsan á Kanarí er fjallað um allt sem tengist heilsu á eyjunni og þar með talið Covid-19.
Þar kemur fram að Kanaríeyjar séu nú þegar það samfélag sem er með hæsta algengi omicron.
Þetta er það sem við vitum: „Eyjaklasinn er með hæsta hlutfallið á Spáni af nýju afbrigði vírusins. Tilfellum hefur fjölgað veldishraða, en enn er of snemmt að vita hvernig gögn um sjúkrahúsvist og dauða verða.“
Fylgjendur facebook hópsins eru duglegir að upplýsa um covid-19 stöðuna. Þá sagði einn að: „dagurinn í dag hafi verið sá erfiðasti sem ég hef upplifað síðan ég fór að birta hér daglega fréttir af covid smitum og því tengdu, því smit tölur eru orðnar skelfilega háar og hafa aldrei fyrr mælst svona háar og er korter í jól og áramót.
Allavegana er ég skriðin inn í mína kúlu og væsir ekki um mig og litlu loðbörnin mín.
- Gran Canaria 662.
- Las Palmas 520
- Tenerife 1.736.
- Adeje 38.
- Arona 57.
- La Laguna 424
- Santa Cruz 651.
- Lanzarote 121.
- Fuerteventura 84.
- La Palma 36.
- La Gomera 19
- El Hierro 12.