Verslunin Hrím hönnunarhús deildi umdeildri færslu á Facebook síðu sinni í gær. Deilt var mynd frá Björgunarsveitinni af vettvangi leitarinnar í Þingvallarvatni í gær þar sem verslunin þakkar björgunarsveitinni fyrir sín störf en nýtir tækifærið á að auglýsa vöru sína sem á að vera hápunktur myndarinnar.
„Vonum að leitin fari að skila árangri og nóttin fari vel hjá öllum. Takk elsku björgunarsveitir landsins fyrir að vera naglar. Takk fyrir fallega mynd af regnpokanum okkar.“ Stóð í færslunni.
Eins og margir vita var leitað að fjórum líkum í vatninu eftir að flugvélabrak fannst þar fyrir helgi, eru því margir ósáttir við færslu Hrím.
Færslunni hefur verið eytt af Facebook síðu Hrím en skjáskotum er nú deilt um víðan völl á netinu.