Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Hringlandaháttur við Hringbraut

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Upphaflega átti Nýi Landspítalinn (NLSH ohf.) að fá sjúkrahótelið afhent fullbúið á vormánuðum 2017 en fyrsta skóflustungan var tekin árið 2015. Síðan hefur verklokum ítrekað verið seinkað. Samkvæmt heimildum Mannlífs stóð til að afhenda húsið 15. september sl. en það hefur ekki gengið eftir.

Ein helsta ástæða tafanna er sú að steinklæðning sem nú er komin utan á húsið hefur verið flóknari og tímafrekari í útfærslu en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Steinklæðningin sem er úr graníti og basalti er sömuleiðis listskreyting hússins og er hún hönnuð af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni. Þrátt fyrir þessar tafir er frágangi að innan löngu lokið. Munck Íslandi er aðalverktaki framkvæmdanna en Jón Björnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi ekki tjá sig um málið.

Ágreiningur um ábyrgð

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH ohf., segir í skriflegu svari að velferðarráðuneytið geri ráð fyrir að hótelið hefji starfsemi fljótlega eftir að byggingu þess er lokið. „Alþingi úthlutar fjárveitingum til reksturs ríkisstofnana ár hvert með fjárlögum. Rekstur ársins 2019 fellur því á afgreiðslu fjárlaga 2019 sem nú eru til meðferðar á Alþingi,“ segir hann.

Aðspurður hver beri ábyrgð á tjóni vegna tafanna segir Gunnar að NLSH og verktakann greini á um það. „Í samningum milli aðila koma fram tafabætur upp á 300.000 kr. pr. dag pr. verkhluta en verkhlutarnir eru þrír. Verkkaupi hefur þegar greint frá því að samningsgildi tafabóta sé óbreytt. Þar sem verkinu er ekki lokið og fullnaðaruppgjör ekki farið fram hafa verkkaupi og verktaki ekki lagt fram lokakröfur sínar. Hvorki verktaki né verkkaupi hafa því lýst yfir ábyrgð á tjóni sem orðið hefur vegna tafa, enda ekki venja í verkum sem standa yfir. NLSH hefur komið því á framfæri við verktaka að krafist verði tafabóta fyrir þær tafir sem eru á ábyrgð verktakans,“ segir Gunnar en tekur fram að verktaki hafi gert samskonar kröfur vegna tafa og að aðilar hafi verið í viðræðum um hvernig leysa megi ágreininginn. Þá sé ekki tímabært að verkkaupi sé með yfirlýsingar um hvaða aðgerðir séu mögulegar. „Þeir sem hafa hins vegar orðið fyrir mestum skaða eru þeir gestir sem áttu að gista í húsinu, sjúklingar og aðstandendur. Það er óbeinn skaði sem erfitt er að meta í krónum.“

Íhuga málsókn

- Auglýsing -

Birgir Þórarinsson, fulltrúi Miðflokksins í fjárlaganefnd, sagði í samtali við Mannlíf að á fundi nefndarinnar með fulltrúum velferðarráðuneytisins nýverið; hafi verið fullyrt að umframkostnaður vegna byggingarinnar myndi ekki falla á ríkissjóð. „Hins vegar hafa orðið tafir á því að byggingin verði tekin í notkun og það er að sjálfsögðu tjón fyrir ríkið,“ segir hann og bætti við að komið hafi til tals á fundinum að fara í mál við verktakann vegna þess.

Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. „Ekki hefur viðbótar-útlagður kostnaður fallið til og ráðuneytið telur að enginn viðbótarkostnaður muni falla á ríkissjóð. Hins vegar á eftir að reikna og útkljá tafakostnað, sem vissulega gæti endað sem dómsmál,“ segir Willum í skriflegu svari til Mannlífs.

Ekki fékk staðfest áður en blaðið fór í prentun hvort rekstur sjúkrahótelsins hefjist á þessu ári eða ekki.

- Auglýsing -

Miðað við þriggja stjörnu hótel

Mannlíf hefur heimildir fyrir því að á meðal starfsmanna Landspítala gæti nokkurrar kergju vegna „óþarfa íburðar“ við nýja sjúkrahótelið, á sama tíma og rekstur spítalans sé skorinn við nögl. Þannig séu innréttingar, húsgögn og raftæki sem keypt hafa verið í háum verðflokki. Þá er gagnrýnt að ekki hafi verið samnýtt útboð með Landspítalanum til að ná fram hagstæðara verði. Gunnar svarar því til að NLSH ofh. hafi ekki heimildir til að nýta samninga við þriðja aðila. Hægt sé að nýta rammasamninga séu þeir fyrir hendi en engir slíkir hafi verið fyrir hendi við innkaup búnaðar í sjúkrahótelið. Þá staðfestir Gunnar að keypt hafi verið svokölluð hótelsjónvörp sem eru tæknilega frábrugðin hefðbundnum heimilissjónvarpstækjum. Þessum tækjum sé ætlað að vera í notkun í mörg ár og þau þurfi að vera tilbúin til að mæta væntanlegum framförum í útsendingu sjónvarps. „Öll hönnun tekur mið af sambærilegum verkefnum á Norðurlöndunum og hótelum almennt hér á landi, en hótelið er flokkað sem almennt þriggja stjörnu hótel á markaði þótt um sé að ræða sérhæfingu í nokkrum herbergjum,“ segir Gunnar.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -