Íslenska hönnunarfyrirtækið Gagarin hefur þróaði átta yfirgripsmiklar og fræðandi innsetningar á sýninguna “Once Upon a Sea” á sædýrasafninu Den Blå Planet, sem er eitt stærsta og metnaðarfyllsta sædýrasafn í Norður-Evrópu, staðsett í Kaupmannahöfn.
Auk innsetninganna sá Gagarín um alla grafískri hönnun og myndlýsingu á sýningunni.
„Eins og í flestum verkum Gagarín var helsta áskorunin að miðla umfangsmiklum vísindalegum upplýsingum til gestanna á þann hátt að allir gætu notið óháð aldri eða stöðu.“
Innsýn í löngu horfna tíma
Sýningin gefur gestum innsýn í löngu horfna tíma áður en menn reikuðu um jörðina, en þá iðaði hafið af fjölbreyttum furðuverum á öllum skala – skepnur sem líktust í engu þeim sjávardýrum sem við þekkjum í dag.
Höfin segja í raun mjög spennandi sögu um uppruna lífsins og tímann áður en forfeður okkar skriðu á land. Saga þeirra er ekki aðeins sagan okkar, heldur saga um róttækar breytingar á loftslagi og umhverfi um leið og hún er gagnagrunnur um tilvist tegundanna.
Samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð Hönnunar og Arkitektúrs hefur Gagarín þróaði átta yfirgripsmiklar og fræðandi innsetningar sem taka gestinn langt aftur í tímann, allt frá fyrsta lífsneistanum á jörðinni og þar til fyrstu verurnar skriðu upp á land.
Sem fjölbreytt sýning teiknast sögur sýningarinnar upp í spennandi og umhugsunarverðar gagnvirkar innsetningar um leið og þær miðla vísindalega traustum upplýsingum unnar af sérfræðingum.
Gestir uppgötva framandi hluti
Í gegnum alla sýninguna uppgötvar gesturinn furðulega og framandi hluti um leið og hann lærir um áhrif mannlegrar tilvistar á hafið.
Gestir ljúka svo ferðalaginu með áheiti um aðgerðir til að hafa jákvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni hafsins. Þar leggja þeir sitt heit á að vernda hafið sem við ásamt forfeðrum okkar spruttum úr.
Hringur Hafsteinsson, listrænn stjórnandi verkefnisins segir að; „eins og í flestum verkum Gagarín var helsta áskorunin að miðla umfangsmiklum vísindalegum upplýsingum til gestanna á þann hátt að allir gætu notið óháð aldri eða stöðu.“
„Önnur áskorun var að hanna og afhenda heila sýningu á tímum ferðatakmarkana þar sem enginn úr fyrirtækinu hafði kost á að fara á staðinn, hvort sem var til að greina hann í undirbúningnum eða taka út sýninguna að uppsetningu lokinni.“
Að verki loknu kom okkur öllum á óvart hversu árangursríkt samstarfið var þar sem öll samskipti í gegnum ferlið fóru fram á fjarfundum því annar hittingur var ómögulegur á tímum covid