Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Íslenskt hönnunarfyrirtæki þróar sýningu fyrir stærsta safn í N-Evrópu: „Kom okkur öllum á óvart“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska hönnunarfyrirtækið Gagarin hefur þróaði átta yfirgripsmiklar og fræðandi innsetningar á sýninguna “Once Upon a Sea” á sædýrasafninu Den Blå Planet, sem er eitt stærsta og metnaðarfyllsta sædýrasafn í Norður-Evrópu, staðsett í Kaupmannahöfn.

Auk innsetninganna sá Gagarín um alla grafískri hönnun og myndlýsingu á sýningunni.

„Eins og í flestum verkum Gagarín var helsta áskorunin að miðla umfangsmiklum vísindalegum upplýsingum til gestanna á þann hátt að allir gætu notið óháð aldri eða stöðu.“

Innsýn í löngu horfna tíma

Mynd/skjáskot: Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Sýningin gefur gestum innsýn í löngu horfna tíma áður en menn reikuðu um jörðina, en þá iðaði hafið af fjölbreyttum furðuverum á öllum skala – skepnur sem líktust í engu þeim sjávardýrum sem við þekkjum í dag.

Höfin segja í raun mjög spennandi sögu um uppruna lífsins og tímann áður en forfeður okkar skriðu á land. Saga þeirra er ekki aðeins sagan okkar, heldur saga um róttækar breytingar á loftslagi og umhverfi um leið og hún er gagnagrunnur um tilvist tegundanna.

- Auglýsing -

Samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð Hönnunar og Arkitektúrs hefur Gagarín þróaði átta yfirgripsmiklar og fræðandi innsetningar sem taka gestinn langt aftur í tímann, allt frá fyrsta lífsneistanum á jörðinni og þar til fyrstu verurnar skriðu upp á land.

Sem fjölbreytt sýning teiknast sögur sýningarinnar upp í spennandi og umhugsunarverðar gagnvirkar innsetningar um leið og þær miðla vísindalega traustum upplýsingum unnar af sérfræðingum.

Gestir uppgötva framandi hluti
Í gegnum alla sýninguna uppgötvar gesturinn furðulega og framandi hluti um leið og hann lærir um áhrif mannlegrar tilvistar á hafið.

- Auglýsing -

Gestir ljúka svo ferðalaginu með áheiti um aðgerðir til að hafa jákvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni hafsins. Þar leggja þeir sitt heit á að vernda hafið sem við ásamt forfeðrum okkar spruttum úr.

Hringur Hafsteinsson, listrænn stjórnandi verkefnisins segir að; „eins og í flestum verkum Gagarín var helsta áskorunin að miðla umfangsmiklum vísindalegum upplýsingum til gestanna á þann hátt að allir gætu notið óháð aldri eða stöðu.“

„Önnur áskorun var að hanna og afhenda heila sýningu á tímum ferðatakmarkana þar sem enginn úr fyrirtækinu hafði kost á að fara á staðinn, hvort sem var til að greina hann í undirbúningnum eða taka út sýninguna að uppsetningu lokinni.“

Að verki loknu kom okkur öllum á óvart hversu árangursríkt samstarfið var þar sem öll samskipti í gegnum ferlið fóru fram á fjarfundum því annar hittingur var ómögulegur á tímum covid

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -