Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Hrókeringar í ríkisstjórn: Þórdís aftur í utanríkismálin og sleppur þannig frá TM-málinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lokamynd er að komast á endurnýjaða ríkisstjórn sem verður undir forsæti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Óformlega hafa bæði Vinstri grænir og Framsóknarmenn samþykkt þann ráðahag en þingflokkar þeirra eiga eftir kvitta upp á samkomulagið. Þeir funda fyrir hádegi.

Bjarni Benediktsson stendur með pálmann í höndunum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verður fjármálaráðherra og Svanhvít Svavarsdóttir matvælaráðherra fer í innviðaráðuneytið í hans stað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir snýr aftur í utanríkisráðuneytið eftir stuttans stans í fjármálaráðuneytinu. Meðal þess sem samið er um er að vantrauststillaga á Svandísi Svavarsdóttur verður felld af flokkunum þremur.

Brotthvarf Þórdísar Kolbrúnar úr fjármálaráðuneytinu leysir einnig vanda hennar sem snýr að því að hafa sofið af sér þá ríkisvæðingu sem boðuð var með yfirtöku Landsbankans á TM. Heimildir Mannlífs herma að Þórdís hafi verið upplýst að fullu af yfirstjórn Landsbankans um samlegðaráhrif vegna TM og Landsbankans. Hermt er að það hafi gerst á fundi hennar og yfirstjórnar Landsbankans í vetur. Mikil reiði er vegna þess máls á meðal samherja Þórdísar og ákveðin lausn fólgin í því að fara úr ráðuneytinu. Þá losnar Svandís frá hvalamálinu með því að fara í annað ráðuneyti. Bjarni Benediktsson sýnir enn og aftir að hann á sér mörg líf í pólitík með því að sannfæra VG um að láta sig leið ríkisstjórnina.

Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar munu verða þau að koma böndum á verðbólgu, kostnað vegna hælisleitenda og tryggja orkuöflun í landinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -