Laugardagur 4. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Hrönn mælir með þessum fimm heimildarmyndum á RIFF

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – hefst í dag og stendur yfir til 7. október. Dagskráin er afar fjölbreytt en heimildarmyndir skipa sífellt stærri sess í dagskrá hátíðarinnar.

Mannlíf fékk Hrönn Marinósdóttur, stofnanda og stjórnanda RIFF, til að taka saman fimm heimildarmyndir sem hún mælir sérstaklega með. Hér kemur listinn hennar.

Studio 54. Mikill frægðarljómi hvílir yfir þessum einstaka  skemmtistað og klúbbi í New York. í þessari mynd fáum við að heyra hvers vegna allar frægu stjörnunnar í borg borganna mættu þangað, sumar jafnvel á hverju kvöldi og af hverju staðnum var lokað skyndilega eftir skamman tíma í rekstri þegar allt virtist leika í lyndi. Mjög forvitnileg mynd ekki síst fyrir þá sem hafa áhuga á diskói.

Nothing like a Dame. Það jafnast ekkert á við dömu. Ég hlakka til að verða aðeins eldri og ég vona ég verði eins og þessar skvísur í myndinni. Ég hló næstum allan tímann. Myndin fjallar um stórleikkonurnar Judi Dench, Maggie Smith, Eileen Atkins og Joen Plowright og vináttu þeirra undanfarin 50 ár.

Minding the Gap. Ég mæli eindregið þessari mynd sem fjallar um um bestu vini og brettastráka sem allt í einu eru að verða fullorðnir og þurfa að kljást við daglegt líf. Einn úr hópnum byrjar að mynda strákana þegar þeir eru ungir en fylgir þeim síðan út í lífið. Margir þeirra eru að kljást við fíkn og við fáum innsýn í fjölskylduaðstæður þeirra. Algert must see! Gott fyrir unglingana að sjá og reyndar fyrir fólk á öllum aldri.

América. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Myndin segir frá þremur bræðrum sem ekki hafa átt mikla samleið í lífinu en þurfa að takast á við það verkefni að annast ömmu sína sem heitir América. Við kynnumst þessum ólíku bræðrum og ömmunni sem er 94 ára.  Fyndin og hjartahlý mynd. Myndin fékk nýverið verðlaun á einni bestu heimildahátíð í Evrópu CPH: DOX. Ég mæli með þessari fyrir alla aldurshópa.

- Auglýsing -

Carmine Street Guitars. Þetta er mynd sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Verslunareigandinn smíðar gítara úr gömlum byggingunum í New York og fær til sín gamla rokkara svo sem RIFF vininn Jim Jarmusch og marga fleiri. Mamma hans sér um bókhaldið og er eins og partur af innréttingu þessarar frábæru búðar. Ron Mann leikstjóri var að koma frá Toronto þar sem myndin var sýnd og fékk frábæra dóma. Hann verður með spurt og svarað í Bíó Paradís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -