Sunnudagur 5. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Hrósar sænsku leiðinni – Samfélög eiga ekki að loka í baráttunni við Covid-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Talsmaður WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hrósar sænsku leiðinni í baráttunni við kórónuveiruna og telur að Svíar geti leitt veginn í áframhaldandi baráttu. Hann segir að lokun samfélaga sé einfaldlega ekki rétta leiðin.

Talsmaðurinn heitir David Nabarro og er talsmaður kórónuveirustýrihóps WHO. Þessu lýsti hann yfir í útvarpsviðtali á Nýja-Sjálandi þar sem umfangsmiklar lokanir í samfélaginu skiluðu góðum árangri gegn veirunni. Nabarro sagði það hins vegar ekki réttu leiðina og frekar eigi að horfa til Svíþjóðar þar sem þeim hafi tekist að forðast að loka landinum.

Baráttan að mati Nabarro snýst um að fólk taki sjálft ábyrgð á hegðun sinni til að draga úr líkunum á smiti. Helsti gallinn hjá Svíunum var hversu erfiðlega þeim gekk að halda veirunni frá dvalarheimilum aldraðra sem kostaði mörg mannslíf. Að öðru leyti geti Svíar vísað veginn.

„Við sjáum að þannig lokanir, þar sem fólk má ekki fara ferða sinna, koma illa við tekjumöguleika fólks, sérstaklega þeirra fátæku. Svíþjóð og önnur ríki, sem hefur tekist að halda áfram án umfangsmikilla lokana, geti vísað veginn,“ segir Nabarro. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -