Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra vísinda, líkir Sjálfstæðisflokknum við hrunið stórfyrirtæki í blaðagrein í dag. Áslaug ritar grein í Morgunblaðið þar sem hún fjallar um skammsýni stjórnenda stórfyrirtækisins Kodak sem vildu fyrir 50 árum ekkert hafa með að gera starfrænar myndavélart og bönnuðu þróunarvinnu við slíkt verkefni.
„Kodak varð aldrei þátttakandi í því kapphlaupi og varð gjaldþrota árið 2012,“ skrifar Áslaug Arna og segir að Kodak hafi haldið áfram að byggja afkomu sína á filmum. Hún tengir þessi örlög Kodak við stjórnmál nútímans og varar við sósíalisma og öðrum þeim stefnum sem hún telur vera dragbíta á samfélög. Svo beinir hún orðum sínum til eigin flokksmanna og vill að flokkurinn marki sér önnur örlög en Kodak.
„Það þarf Sjálfstæðisflokkurinn líka að gera. Nýta þessi mögulegu tímamót vandlega og taka réttar ákvarðanir þegar kemur að því að takast á við framtíðina,“ skrifar Áslaug Arna. Líkindin með Sjálfstæðisflokknum og Kodak eru vissulega mikil þar sem hrun hefur myndgerst hjá báðum. Flokkur, sem lengt af bar með í kringum 40 prósenta fylgi er kominn niður fyrir 20 prósent. Grein Áslaugar verður ekki skilin öðruvísi en sem fast skot á Bjarna Benediktsson, formann flokksins.