Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Hryllingur í Vestmannaeyjum – Árásarmaður með andlitið hulið réðst á ókunnugan mann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Lögreglan í Vestmannaeyjum greinir á Facebook-síðu sinni frá hrottalegu atviki sem gerðist þar í nótt. Ráðist var á mann á fertugsaldri með áhaldi. Árásarmaðurinn var með andlitið hulið og gat þolandinn því ekki borið kennsl á hann. Maðurinn er alvarlega slasaður.
Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu lögreglu:
Sl. nótt var framin alvarleg líkamsárás í Vestmannaeyjum en ráðist var á mann á fertugsaldri með einhverju áhaldi og hlaut hann alvarlega áverka í árásinni.
Sá er ráðist var á kannaðist ekki við árásarmanninn og sagði hann hafa verið með andlitið hulið, þannig að hann þekkti hann ekki.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu þá er árásarmaðurinn um 190 cm á hæð, grannvaxinn og líklega dökklæddur.
Árásin átti sér stað á götunni sunnan við vestustu raðhúsalengjuna í Áshamri á milli kl. 02:00 og 02:15 og eru þeir sem urðu varir við árásina eða grunsamlegar mannaferðir í bænum sl. nótt beðnir að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum í síma 444 2091 eða á facebooksíðu lögreglu. Einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti í póstfangið [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -