Eins og flestir hafa tekið eftir geisar nú óveður yfir landið með tilheyrandi gulum og appelsínugulum stormviðvörunum.
Á degi sem þessum er ansi hreint hressandi að fylgjast með Twitter og leyfa tísturum að skemmta sér með gamanmáli á meðan vindar blása.
Við kíktum á nokkur hressileg tíst um veðrið til að gleðja ykkur í morgunsárið:
Það er hvorki rigning né snjókoma, hér hrynur slabb úr himninum #lægðin
— Óli Toll (@OliToll) February 21, 2018
Já, við erum á sama stað:
Sit við tölvuna að deyja úr áhyggjum yfir að húsið mitt sé að fjúka. #raunirhuseigandans #lægðin
— Sigursteinn Sigurðz (@gjafi_sigur) February 21, 2018
Þetta myndband fangar stemninguna ágætlega:
#StormWinds in #Reykjavik this morning, #CivilRescue are working all over #Iceland, #storm moving fast . #Highway´s all closed around #Reykjavik. #travel #traveltips @StormchaserUKEU @weather_talk @CNNweather @bbcweather #veður pic.twitter.com/vC7TCGmwP9
— Iceland Photos (@dorisig) February 21, 2018
Og Ármann Jakobsson er með ágætispunkt:
Ég held barasta að veðrið hafi aldrei verið verra en síðan þessar appelsínugulu viðvaranir voru innleiddar.
— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) February 21, 2018
Guð sé lof fyrir beina útsendingu:
Hjúkk! Vísir sér sína, getum bara legið uppi í rúmi og fylgst með appelsínugula veðrinu í beinni útsendingu á heimasíðunni þeirra. #lægðin pic.twitter.com/MEEg3ar09u
— Stuðný (@gudnyrp) February 21, 2018
Bragi Valdimar alltaf góður:
— Hvernig getum við sagt fólki að það sé að koma rosalega vont veður?
— Hvað með að kalla það óveður, fárviðri, hrakviðri, hvassviðri, illviðri, rok, slagveður, storm, vonskuveður… eða bara skítaveður?
— Hey! Hvað með að gefa út appelsínugula viðvörun?
— Já, eða það.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) February 20, 2018
Eitt tíst síðan í gærkvöldi, þar sem fólk er hvatt til að gista ekki næturlangt hjá íbúum efri byggðar höfuðborgarsvæðisins. Allur er varinn góður:
Ef þið farið í bæinn i kvöld skulið þið ekki fara heim með neinum úr efri byggðum Reykjavíkur. Alveg mjög sexy fólk samt, en verður vesen í fyrramálið, eins og frægt er orðið hér á twitter.
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) February 20, 2018
Værum við ekki öll til í að vera öskrandi fréttamenn uppá heiði?
Verð að viðurkenna, ég hef lúmskt gaman að þessu veðri. Væri alveg til í að vera fréttamaður upp á heiði öskrandi í míkrafón…
— Ragnar Eythorsson (@raggiey) February 21, 2018
Veðrið skemmir líka fæðingarorlofið:
…þið haldið kannski að það sé bara ófært í Þrengslunum…nei það er ófært til S-Kóreu og brun kvenna á að hefjast eftir 10 mín! #fæðingarorlofið #olruv pic.twitter.com/k4Bo0HJSa2
— Tryggvi Haraldsson (@tryggviharalds) February 21, 2018
Við tengjum:
Almennt stend ég í þeirri trú um að ég sé í meðallagi vel gefinn. Nema þegar ég skoða þessar nýju töflur inni á https://t.co/d6ByOJsnMo. Þá veit ég fyrir víst að svo er ekki. pic.twitter.com/WKKZHzld2c
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) February 21, 2018
Ahhh, svalavagnaveður:
Ég hef einungis upplifað tvo skeið í lífinu. Fyrir og eftir svalavagna veður.
— Hanna Eiríksdóttir (@Hannaeir) February 21, 2018
Texti / Lilja Katrín
[email protected]