Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Hugleiðingar Camillu: „Þau vilja mig, þau vilja gæðastundir með mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athafnakonan og áhrifavaldurinn, Camilla Rut Rúnarsdóttir, hvetur fólk til að hugsa sinn gang um jólin; hugsa um um það sem skiptir mestu máli: Að eiga gæðastundir með fjölskyldunni.

Camilla þekkir jólastressið vel verandi tveggja barna móðir; hún rabbaði við fylgjendur sína á Instagram og beindi orðum sínum sérstaklega til foreldra:

„Smá hugleiðingar til foreldra, oftast eru það mömmur, sem eru á smá yfirsnúning svona korter í jól. Jólin koma þó að allt sé ekki eftir okkar höfði og upp á tíu. Jólin koma þó að þvottahrúgan sé ekki brotin saman og að allt sé tipp topp inn í öllum skápum. Jólin koma þó að bakaraofninn sé ekki nýþrifinn. Jólin koma svo sannarlega þó við bökum ekki eina smákökusort í viðbót eða sleppum því yfirhöfuð,“ sagði Camilla og bætti því við að hún ætti sjálf frekar erfitt með að taka þetta til sín:

„Ég reyndar viðurkenni að týpan sem ég er, þá virkar það ekki fyrir mig að heyra: „Jólin koma samt.“ Ég fæ bara kvíðakast við að heyra þetta.“

Hún segist skilja það og „að manni langar bara að gera vel, manni langar að hugsa fyrir öllu. Og vera svolítið þungamiðjan í því að allir fái sitt og að öllum líði vel yfir jólin. Ég í raun og veru skil það bara manna best. En stundum þegar maður er kominn á smá yfirsnúning er gott að stoppa sig af og hugsa aðeins, eða öllu heldur forgangsraða kannski.“

Bætir við:

- Auglýsing -

„Eins og ég segi, það er ekkert að því að gera sitt besta og leggja sig fram að allir fái sitt og öllum líði vel, en maður verður að hugsa um sig sjálfan líka.“

Camilla spyr:

„Hvað vilja börnin mín um jólin? Ég hugsa það út frá því, hvað vildi ég sem barn. Þau vilja mig, þau vilja gæðastundir með mér. Þau vilja ekki stressið mitt, þeim er drull um ofninn, þvottafjallið og svo framvegis. Ég man bara eftir því sjálf sem barn að það eina sem ég vildi var að einhver myndi stíga út úr eldhúsinu, setjast hjá mér, spjalla við mig, spila við mig og bara vera með mér. Og ef maður hugsar út í það þá er þetta ennþá það eina sem ég vil, gæðatími með fólkinu mínu. Þannig að til þín, sem ert að reyna þitt besta og ert kannski komin á smá yfirsnúning, þetta er allt í lagi. Það eina sem við þurfum, og viljum, er fólkið okkar. Hitt skiptir engu máli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -