Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Hugsaði um veika móður, léttist um 30 kíló og lítur út eins og Disney-prins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jeffrey Kendall, 26 ára gamall maður frá Connecticut, ákvað að deila sögu sinni á internetinu fyrir stuttu og hefur svo sannarlega vakið mikla athygli.

Svona leit Jeffrey út fyrir tæpum þremur árum.

Jeffrey bjó með móður sinni í Connecticut árið 2015 og hugsaði um hana eftir að hún fékk gúlp í heila.

„Hún var í dái og í endurhæfingu á sjúkrahúsi í sjö mánuði, þar til henni fór ekki lengur fram og var útskrifuð þar sem tryggingarnar vildu ekki lengur dekka kostnaðinn,“ segir Jeffrey í samtali við Love What Matters. Hann segist hafa glímt við lélega sjálfsmynd um langa hríð.

„Ég var of þungur sem ungmenni og var lagður í einelti í uppvextinum. Ég hef lifað lífinu með vandamál með líkamsímynd og sjálfstraust.“

Jeffrey var of þungur sem barn.

Setti allt í samhengi

Jeffrey segir að mikið hafi breyst þegar hann horfði upp á veika móður sína.

„Ég var búinn að sjá hana á sjúkrahúsinu þar sem hún gata varla talað, ég var búinn að sjá hana á gjörgæslu þar sem hún gat ekki andað. Ég var búinn að sjá hana á gólfinu þar sem hún gat ekki vaknað. Að sjá störu hennar án löngunar móður var niðurdrepandi. Það setti sjálfsvorkun og sársauka í samhengi,“ segir Jeffrey. Hann byrjaði að æfa með vini sínum, sem var líka á slæmum stað tilfinningarlega.

- Auglýsing -
Svona lítur Jeffrey út í dag.

„Góður vinur minn átti líka erfitt eftir sambandsslit og þurfti hjálp við að koma sér í form. Þetta var fullkomin ástæða fyrir mig að byrja á einhverju nýju þar sem ég mat lífið betur eftir þetta sumar. Við byrjuðum hægt, á léttri lyftingaræfingu og ég samþykkti að gera armbeygjur á hverjum degi. Stuttu síðar vaknaði ég á morgnana og fór í göngutúra á meðan ég hlustaði á hressandi tónlist.“

Tíminn leið og Jeffrey byrjaði að setja sér fleiri og fleiri markmið í átt að betri lífsstíl.

„Ég byrjaði að skokka og taka spretti og ýtti sjálfum mér alltaf lengra og lengra. Ég fann nýjar leiðir til að æfa, ég fann YouTube-rásir eins og Yoga with Adriene til að hjálpa mér að æfa heima. Ég byrjaði að stunda jóga og æfa nánast á hverjum degi.“

Frábært hár.

Lítur út eins og Disney-prins

Nú hundrað vikum síðar hefur Jeffrey misst rúmlega þrjátíu kíló. Hann birti myndir af árangri sínum á samfélagsmiðlinum Reddit og létu viðbrögin ekki á sér standa. Margir Reddit-notendur velta fyrir sér hvort hann ætti ekki að leika í sjampóauglýsingum á meðan aðrir líktu honum við Disney-prins, þá sérstaklega þann úr Fríðu og dýrinu eftir að hann breytist í mann.

- Auglýsing -
Líkindin eru sláandi.

„Ég gat varla sofið það kvöld, þetta var stórkostlegt. Athugasemdirnar voru allar svo hvetjandi,“ segir Jeffrey, en bætir við að móðir sín sé mesti innblásturinn í þessari vegferð sinni.

„Hún er seigasta manneskja sem ég þekki og kennir mér að vera þakklátur fyrir lífið.“

Lífsglaður og hárprúður maður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -