Jacqui Howard og Temujin Tera frá Ástralíu eru hjón, sem er varla í frásögur færandi, nema hvað að hún er 34 árum eldri en hann.
„Þetta var alls ekki ást við fyrstu sín hjá mér,“ segir Jacqui um þá stund er hún og Temujin hittust í fyrsta sinn.
„En núna er þetta ást sem er svo sterk að ég hef aldrei upplifað annað eins áður; þótt vissulega hafi ég orðið ástfangin áður – samband okkar er eins og í ævintýri,“ segir Jacqui sem var gift kona þegar hún hitti Temujin fyrst.
Jacqui og Temujin sáu hvort annað í Sidney á dansnámskeiði sem Jacqui hélt og segist Temujin strax hafa heillast af henni:
„Um leið og hún kom inn í danssalinn fann ég strax að hún væri sterkur og áhugaverður persónuleiki. Eftir nokkra tíma gat ég ekki hætt að hugsa um hana og mig langaði svo mikið að kynnast henni betur. Í upphafi var þetta ekki spurning um kynferðislega löngun mína gagnvart henni, en það átti eftir að breytast.“
Jacqui segir hins vegar að hún „hafi ekki framan af kynnum þeirra litið á hann sem neitt annað en nemanda á námskeiði sínu.“
Jacqui skildi við mann sinn, sem hún eignaðist þrjár dætur með, og í dag eru hún og Temujin hjón.
Dætur Jacqui voru afar ósáttar og reiðar út í mömmu sína fyrir – það sem þeim fannst þá – að yfirgefa þær og pabba þeirra, og þannig splundra fjölskyldunni. En smám saman hafa dæturnar tekið mömmu sína í sátt og í dag er samband þeirra mun betra en þegar hún skildi við pabba þeirra.
Temujin segir að frá því að eftir að hann komst til manns „hef ég ávallt verið hrifinn og heillaður af eldri konum,“ en Jacqui segir aftur á móti að „ég hafði aldrei áður verið hrifinn af ungum mönnum áður en ég kynntist Temujin.“
Þau hjónin segja frá því að þegar þau gerðu ástarsamband sitt opinbert hafi fjölskylda Temujin stutt við bakið á þeim en fjölskylda Jacqui hins vegar ekki; tóku margir í hennar fjölskyldu sambandi þeirra mjög illa og hafa þau sár ekki enn gróið, en þau segja bæði að þau séu ekki að leitast eftir því að geðjast einhverjum með því að afsaka aldursmuninn, sem þeim finnst bara hið besta og eðlilegasta mál, og lái þeim hver sem vill.
„Tvær af systrum mínum hafa frá fyrsta degi tekið sambandi okkar illa, en enginn tók því eins illa og mamma mín. Hún öskraði á mig: „Mamma hans öskraði á mig, hann er ekki maður, hann er drengur!“
Hjónin áströlsku Jacqui og Temujin hafa hins vegar látið reiði annarra reiði annarra í garð þeirra sem vind um eyru þjóta.
„Við erum ástfangin upp fyrir haus og viljum vera saman og það skiptir okkur engu máli hvað öðrum finnst um samband okkar og aldursmuninn; hvaða máli skiptir aldursmunur á milli fólks þegar ástin á í hlut,“ segir Temjuin.