Steinunn Svavarsdóttir hundaeigandi naglalakkaði og litaði tíkina sína Monsu bleika. Hundasamfélagið fór á hliðina í kjölfarið og ljóst að skiptar skoðanir eru um framtakið.
„Jæja ég lét loksins verða af þessu. Sæta spæta bleik með naglalakk. Hún heitir Monsa og er 8 ára toy poodle,“ segir Steinunn í færslu sinni á Facebook inni í hópum Hundasamfélagið.
Þórdís Linda Dúadóttir tjáir sig um litun Monsu í hópnum og finnst þetta frábært framtak. „Mér finnst þetta bara geggjað hjá þér. Svo er líka þessi litur æði. Og ef þetta skaðar ekki hundinn þá er það í fínasta lagi,“ segir Þórdís Linda.
Jóna Guðrún Ásgeirsdóttir er ekki sömu skoðunar. „Sorglegt. Hvers á dýrið að gjalda?,“ segir Jóna Guðrún.
Fanney Gunnlaugsdóttir tekur í sama streng í heitum umræðum Hundasamfélagsins. „Þetta er allavega ekki gert fyrir dýrin. Það er á hreinu,“ segir Fanney.