Föstudagur 17. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Hundi bjargað úr snarbröttum Hólmatindi – MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði stóð í ströngu síðdegis að bjarga hundi úr sjálfheldu í fjallinu Hólmatindi. Snatbratt er þar þar sem hundurinn var og þurfti viðbúnað til að nálgast hann. Mannlíf heyrði Í Kristófer Mána Gunnarssyni hjá björgunarsveitinni Brimrúnu. Hann staðfesti að verkefnið hefði verið krefjandi. Dróni var notaður til að staðsetja hundinn.

Frá björguninni í Hólmatindi. Baltó í öruggum höndum.
„Frá því að kallið kom tók þrjá tíma að koma okkur upp og niður með hundinn. Þetta voru krefjandi aðstæður og mikill bratti,“ segir Kristófer í samtali við Mannlíf.
Hundurinn heitir Baltó er kominn heilu og höldnu niður á Eskifjörð. Hann er þriggja ára af tegundinni English setter.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -