- Auglýsing -
Björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði stóð í ströngu síðdegis að bjarga hundi úr sjálfheldu í fjallinu Hólmatindi. Snatbratt er þar þar sem hundurinn var og þurfti viðbúnað til að nálgast hann. Mannlíf heyrði Í Kristófer Mána Gunnarssyni hjá björgunarsveitinni Brimrúnu. Hann staðfesti að verkefnið hefði verið krefjandi. Dróni var notaður til að staðsetja hundinn.

„Frá því að kallið kom tók þrjá tíma að koma okkur upp og niður með hundinn. Þetta voru krefjandi aðstæður og mikill bratti,“ segir Kristófer í samtali við Mannlíf.
Hundurinn heitir Baltó er kominn heilu og höldnu niður á Eskifjörð. Hann er þriggja ára af tegundinni English setter.